Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Sæunn Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2016 00:01 Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, hefur yfir mörgu að gleðjast. Hlutabréfaverð félagsins er 18 sinnum hærra en árið 2004. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni. Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni.
Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira