Skotsýning Steph Curry ekkert síðri í draugsýn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 23:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn. NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn.
NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00
Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15
Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08
Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15
Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00