Mér fannst ég einskis virði Guðrún Ansnes skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Þórunn segist hafa upplifað mikla skömm við að þurfa hjálp. "Ef þetta væri besta vinkona mín sem ætti í hlut, hefði ég knúsað hana og sent hana strax til geðlæknis eða sálfræðings.“ Vísir/Anton Brink Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur verið í sviðsljósinu vegna tónlistarhæfileika sinna síðan hún var tæplega átján ára gömul. Hún lagði land undir fót og fluttist til London, þar sem hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning við BGM plötuútgáfuna og í framhaldinu fór boltinn að rúlla. Hún túraði um allan heim með þekktum hljómsveitum á borð við Killers, Block Party og Scissor Sisters. Hún var í hljómsveitunum Junior Senior, Fields og The Honeymoon.Þurfum að standa samanÁ meðan hún dvaldi í Los Angeles tók hún upp heila plötu með tónlistarmanninum Beck, en sneri svo aftur heim til að sinna popptónlist sem laut í lægra haldi fyrir indie-tónlist um dágóðan tíma. „Ég kem heim og langaði til að gera eitthvað hresst. Ég hringdi í Davíð Berndsen og við ákváðum að skapa poppstjörnu. Markmiðið var að enda á stóra sviðinu á Gay Pride. Sem ég gerði, í hvítum spandex-galla,“ segir Þórunn, og hlær innilega þegar hún lítur til baka til þess tíma þegar hún stimplaði sig óvænt inn sem kynbomba í umræddum galla. Í dag er Þórunn móðir sextán mánaða gamallar stúlku og er bæði potturinn og pannan í einum fjölmennasta fésbókarhópi landsins, Góða systir, þar sem yfir fimmtíu þúsund konur eru samankomnar. Hún vill miðla hinu góða og styðja við þá sem á þurfa að halda. „Ég stofnaði hópinn eina nóttina eftir að hafa verið vakandi með litlu dóttur minni. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta yrðu kannski 1.000 konur, en þetta varð 50.000 kvenna hópur á þremur dögum. Ég gapti. „Guð minn góður, hvað er ég búin að gera?“ Hún segir vinsældir hópsins undirstrika það sem hún upplifði á eigin skinni. Að íslenskar konur væru orðnar þyrstar í jákvæðni. „Ég held að afbrýðisemi og baktal sé eitthvað sem við höfum allar tekið þátt í. Ég hef baktalað og hef sýnt á mér ljótar hliðar ef ég hef verið óörugg. Þegar mér líður illa með mig á ég það til að sýna klærnar. Með aldrinum þá breytist þetta í kærleika til annarra kvenna,“ segir Þórunn. „Því fyrr sem við áttum okkur á þessu og förum að standa saman, því betri og sterkari verðum við.“Með ör á sálinniÞrátt fyrir að Þórunn sé aðeins þrjátíu og tveggja ára gömul, hefur hún marga fjöruna sopið. Hún er skilnaðarbarn og átti ekki auðvelda æsku. Hún fór snemma að skapa til að koma sér út úr erfiðum aðstæðum. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég var alltaf mikil pabbastelpa. Ég saknaði hans mikið. Þegar ég horfi til baka þá var þetta í raun guðs gjöf, því eftir þetta hittu þau ástir lífs síns og ég er mjög heppin með fósturforeldra. Ég held að það sé þannig með öll skilnaðarbörn, þetta skilur eftir sig ör á sálinni. Ég var alltaf sjálfstæð, fór mínar leiðir og valdi mér skrítin föt. Var pínu sérstök og ég var mikið í mínum eigin heimi.“Sár yfir að vera send á StuðlaÞórunn var stöðugt að reyna að troða sér í box sem hentuðu henni ekki. Hún átti í basli með að haga sér í takt við það sem samfélagið sagði. „Ég var fyrirferðarmikið barn, og líklega með ADHD og ofvirkni sem ekki var greint á þessum tíma. Ég fann ung fyrir að ég þurfti að slípa mig til þess að passa inn og væri ekki alltaf að fá skammir.“ Þegar Þórunn var um tólf ára gömul fór hún í uppreisn og við tók mikil sjálfstæðisbarátta sem féll í grýttan farveg í foreldrahúsum. Hún tók að strjúka að heiman og úr varð að hún var send á Stuðla . „Þar var ég í þrjá mánuði og kom svo til baka, en það gekk ekki alveg. Ég hélt áfram að strjúka og var þá send norður í land á annað unglingaheimili í eitt ár. Ég varð svo sár og reið yfir að vera send í burtu og man að ég hugsaði með mér að fyrst þau ætla að senda mig í burtu þá væri ég hætt að að spila eftir þeirra reglum.“Nauðgað á fyrsta fylleríinuRótin var vanlíðan og áfall sem hún er nýlega farin að gera upp við sig. „Mér leið ekki vel, og ég mér fannst allir vera í stríði við mig. Það tók mig mjög langan tíma að átta mig á hvers vegna ég var eins og ég var, og hvers vegna hlutirnir voru eins og þeir voru. Eftir á að hyggja held ég að ákveðin atvik sem ég lenti í, það að mér hafi verið nauðgað á mínu fyrsta fylleríi, hafi haft mikil áhrif á mig. Ég viðurkenndi það ekki fyrir sjálfri mér mjög lengi og er í raun nýlega farin að geta gert það bæði fyrir sjálfri mér og umheiminum og horft á þetta atvik eins og það var. En það eru ofboðslega margir sem lenda í svipaðri reynslu og ég. Ég var alltaf að kenna mér um þetta, að ég hafi verið of full, og ég hafi gefið eitthvert færi á mér.“Netbyltingarnar góðarÞað var ekki fyrr en reynslusögur fóru að spretta upp á síðunni Beautytips undir myllumerkinu #þöggun að Þórunn fór að horfast í augu við reynsluna sem hafði markað hana svo mikið. „Það að fórnarlömb kynferðisofbeldis kæmu svona út úr skápnum og sérstaklega umræðan um hvað gerist eftir nauðgunina hafði áhrif á mig. Það virðist oft þannig í dómsmálum að aðeins ein birtingarmynd nauðgana sé viðurkennd. Að árásarmaðurinn ráðist á fórnarlambið og dragi það inn í eitthvert skot og nauðgi því. Byltingar síðasta árs fengu mig til að segja þetta upphátt og mér finnst það mikilvægur partur af mínu starfi sem opinber manneskja, sem litlar stelpur og konur horfa til. Þær eiga ekki að bera sig saman við einhverja glansmynd af mér. Ég hef stundum lent í slæmri reynslu, sem hefur sem betur fer styrkt mig í lífinu. Mig langar til að deila því, mér finnst ekkert þægilegt við að opinbera einhverja erfiðustu reynslu mína í lífinu fyrir öllum en ef ég get miðlað góðu þá mun ég gera það.“Glansmyndirnar eru bara feikTalið berst að glansmyndunum og mikilvægi þess að afmá þær. „Glansmyndir eru svo mikið rugl, við erum öll að díla við alls konar atvik. Við horfum allar á einhverjar frægar manneskjur og hugsum með okkur að þær hafi það svo gott en raunin er sú að þeim líður alveg jafn illa og okkur hinum. Þær eru jafn komplexeraðar, skiptir engu hvort við erum ofurmódel eða húsmóðir á Íslandi.“ Þórunn rökstyður mál sitt og segir frá því þegar hún hitti sjálfa Britney Spears á almenningssalerni í Los Angeles. „Hún er ein af þessum fallegustu og mest sexí píum í öllum heiminum, að mati svo margra. Hún kemur inn, horfir á sig upp og niður í speglinum, lítur á mig og segir „oh my god, I’m so fat,“ eða guð minn góður, ég er svo feit. Þarna rann upp ákveðin stund sannleikans. Þessum glansmyndum er viðhaldið með Photoshop og þær látnar líta út fyrir að vera fullkomnar. Ég er á móti þessari þróun, þó ég sé pjattrófa, vilji mála mig og vera kvenleg. Þau viðmið sem heimurinn setur okkur eru bara feik.“Bannaði mér að njóta lífsinsÞórunn þekkir þessa pressu af eigin raun og segist snemma hafa fallið í þá gryfju. „Ég var alltaf týpan sem ekki fór út úr húsi án þess að vera máluð og ég var svo þjökuð af minnimáttarkennd að ég fór ekki í sund. Mér fannst ég ógeðsleg í sundfötum. En ég var bara eðlilegur unglingur, pínu þybbin. Ég dæmdi mig hart og bannaði mér að njóta lífsins. Ég passaði ekki inn í ákveðna hugmynd, þar sem maður þarf alltaf að verða mjórri og sætari. Ég fór í ballett, sem passaði mér ekkert. Ég var eins og górilla í ballettbúningi. Þar var ballettkennari sem sló mig í rassinn og sagði að ég væri frekar feit. Mynstrið byrjar snemma, að maður væri ekki nógu góður. Það er alltaf strögl um að maður megi ekki vera maður sjálfur,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég hef verið upptekin af þessu, sérstaklega í seinni tíð, því ég þjáðist af svo brenglaðri sjálfsmynd þegar ég var yngri. Barðist við búlemíu, sem fólst í þessari hrikalegu fullkomnunaráráttu á sjálfa mig. Ekkert af þessu sem ég var að gera til að vera mjó og sæt, virkaði.“Þórunn áttaði sig ekki á lífshættunni sem þær Freyja Sóley voru í fyrr en heim var komið. Þá var of seint að fá aðstoð. Vísir/AntonMeðgangan sem öllu breyttiÞórunn tók að sér starf dómara í fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent sem Stöð 2 setti í loftið árið 2014 og verður á því tímabili ófrísk. „Þetta var að mörgu leyti hræðilegur tími, stanslaus barátta sem átti sér stað innra með mér. Út frá sjónarhóli samfélagsins, átti mér að finnast þetta besti tími lífs míns og það að viðurkenna að mér liði illa var tabú. Suma daga var ég inni í íbúðinni minni, með ljósin slökkt og grét. Milli þess fór ég upp á svið í Ísland Got Talent í hin allra björtustu ljós eftir að hafa hreinlega málað á mig mitt fallegasta bros og dæmdi þar fólk. Maður var þarna fyrir framan alþjóð og svo kom ég heim og fannst ég algjör lúser. Ég hafði áhyggjur af framtíðinni og þjáðist af ofsakvíða. Auk þess sem ég hafði fengið greiningu um að eitthvað væri að heilanum í mér, hvítar skellur sem ollu rosalegum hausverk, ljósfælni, blóðnösum og rosalegum kvíðaköstum. Mér var sagt að þetta væri líklega merki um MS-sjúkdóminn.Hefðum báðar geta dáiðÞegar kemur að fæðingunni er svo þessi greining um mögulegt MS í skýrslunni minni sem hefur þau áhrif að eftir þrjátíu erfiðar klukkustundir er ég send í bráðakeisara þar sem í ljós kemur að ég er með HELLP-meðgöngusjúkdóm og mígreni og það hefði sennilega uppgötvast fyrr ef ég hefði ekki verið ranglega greind með MS. Eflaust hefði verið hægt að taka í taumana fyrr, en þetta er bara svo sjaldgæfur sjúkdómur. Öll einkennin voru skrítin, og enginn náði að púsla þessu saman fyrr en það var orðið of seint.“ Þórunn segist ekki hafa áttað sig á alvöru málsins fyrr en heim var komið. „Dánartíðni móður og barns með HELLP er frekar há. Þarna hefðum við báðar geta dáið. Ég brotnaði algjörlega niður, og alls konar tilfinningar blossuðu upp. Ég fór að lesa allt um þetta, leitaði að upplýsingum og hringdi alls konar símtöl og fékk loks svör. Þar á meðal svörin að þar sem ég væri útskrifuð af sjúkrahúsinu, væri ég of sein til að fá hjálp, of sein til að fá viðtal þar sem of langt væri liðið.“Þunglyndi fylgdi skömmVið tók leikrit þar sem Þórunn stóð sig með stakri prýði. „Ég hélt að það væri eðlilegt að langa ekkert út úr húsi, það var nú vetur og svoleiðis. Það var svo ekki fyrr en ég tek krossapróf í mæðraeftirlitinu rúmum fjórum mánuðum eftir fæðinguna, að í ljós kemur mjög alvarlegt þunglyndi. Ég varð mjög hissa, og mér fannst rosalega erfitt að viðurkenna það á þessum fallegasta tíma lífs míns. Skömmin heltók mig, skömmin við að þurfa hjálp. Sem er sérstakt, því ef þetta væri besta vinkona mín sem ætti í hlut, hefði ég knúsað hana og sent hana strax til geðlæknis eða sálfræðings. En af því að þetta var ég, þá hlaut að vera skömm að þessu.“Þótti ekki söluvænlegÁ sama tíma og Þórunn var að kljást við stærstu áskorun sína til þessa stóð hún frammi fyrir hverri þrautinni á fætur annarri. „Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“Uppsögn og afsökunarbeiðni Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra. „Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. „Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“ Kvöld eitt þegar Þórunn er svo komin á steypirinn fær hún svo símtal frá yfirmanni á Stöð 2, þar sem henni er tjáð að hún verði ekki með í næstu þáttaröð Ísland Got Talent. „Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“Fannst sparkað í mig liggjandi„Á þessum tíma sá ég um íslenska listann líka og fór í fæðingarorlof frá honum sömuleiðis. Þegar ég ætla svo að snúa aftur, þá var búið að samningsbinda Ósk, vinkonu mína, í þá vinnu. Ég get fullyrt að ég labbaði í burtu frá fyrirtækinu með óbragð í munni.“ Þegar blaðamaður spyr hvort hún hafi ekki ætlað sér að fara lengra með málið svarar hún: „Nei, veistu, á þessum tímapunkti var ég að díla við áfallastreituröskun, þunglyndi og reyna að sinna fallega ungbarninu mínu og vildi ekki neina neikvæða athygli. Og ég vil hana svo sem ekkert. Fólk, eins og þessi samstarfsmaður og þetta fyrirtæki verður bara að lifa með því, ef það ætlar að koma svona fram. Ekkert af því sem ég er að segja, er hér sagt í hefnigirni, ég er að segja frá þessu til að sýna þeim sem á þurfa að halda, að maður kemst í gegnum allt. Ég vil ekki að dóttir mín verði fyrir einelti, í skóla eða vinnu, svo ef ég stend ekki upp fyrir sjálfri mér, hvernig get ég gert kröfuna um að hún geri það? Það er mín skoðun að á þessum tíma, ætti vinnuveitandi manns að styðja við bakið á manni. Ég veit að þetta er engin góðgerðarstarfsemi en maður hefði búist við fallegri framkomu frá svona flottu fyrirtæki. Mér fannst þetta persónuleg árás,“ segir hún og er harðorð. Hún heldur áfram. „Eftir að ég átti barnið, bjóst ég við örðuvísi viðmóti. Það sárasta var, að þetta sannaði kenninguna um það hvernig samfélagið, almennt séð, kemur fram við konur sem eru búnar að eignast börn. Það var erfitt að fá þetta í andlitið. Ég hugsaði alltaf að þetta myndi nú ekki ske, en svo gerðist það. Auðvitað var ég reið, fannst þetta illa gert og særandi. Mér fannst sparkað í mig liggjandi.“Reynslan ekki metin í gráðum„Maður fór úr að vera sæta fræga pían, sem búið var að mála rosalega glansmynd af úti í bæ, í að vera nýbökuð móðir á vergangi, atvinnulaus, með ofsakvíða og áfallastreituröskun, en við þurftum að yfirgefa heimilið okkar vegna viðgerða og flæktumst þannig á milli þess að vera í sumarbústað og inná foreldrum mínum,“ útskýrir hún. „Þetta var erfitt og ég sem var vön að vera þessi hugrakka stelpa, sem kýldi bara á það, var lítil í mér og stutt í grátinn. Ég held að atvinnumissirinn hafi haft mikið með það að gera. Þegar maður eignast barn áttar maður sig á að maður þarf að sjá fyrir þessari manneskju. Ég byrjaði snemma í minni draumavinnu, sem er ekki hefðbundin og því reynsla mín dýrmætt vopn. Hún er á við alls konar gráður en ég er ekki með þær prentaðar á blað svo það er ógnvænlegt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd. Á tímabili fannst mér ég einskis virði. Innst inni vissi ég að það var ekki rétt, og ég segi fyrir mitt leyti að það er mikilvægt að hugsa ekki sem svo að maður sé þunglyndið, heldur að maður sé að díla við það akkúrat núna. Líkt og þegar maður er með flensu, þá er maður ekkert hún.“Mörg járn í eldinumÞórunn geislar þrátt fyrir að hafa rætt um málefni sem hafa tekið á hana. Dóttirin heldur henni á tánum. „Hún er gleðilegasta ævintýri ævi minnar. Ég er himinlifandi með hana. Hún hefur kennt mér svo margt, að sjá fegurðina í einföldu formi.“ Þá hefur Þórunn endurnýjað kynnin við hippann í sér og hefur lagt glamúrskvísuna á hilluna um sinn. „Ég er búin að gera plötu sem ég stefni á að fjármagna með hjálp Karolina Fund. Ég lít leiklistina hýru auga og mig hefur lengi langað til að leika. Kannski að maður skelli sér í leiklist í Listaháskólanum og jafnvel í bílprófið í leiðinni,“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur verið í sviðsljósinu vegna tónlistarhæfileika sinna síðan hún var tæplega átján ára gömul. Hún lagði land undir fót og fluttist til London, þar sem hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning við BGM plötuútgáfuna og í framhaldinu fór boltinn að rúlla. Hún túraði um allan heim með þekktum hljómsveitum á borð við Killers, Block Party og Scissor Sisters. Hún var í hljómsveitunum Junior Senior, Fields og The Honeymoon.Þurfum að standa samanÁ meðan hún dvaldi í Los Angeles tók hún upp heila plötu með tónlistarmanninum Beck, en sneri svo aftur heim til að sinna popptónlist sem laut í lægra haldi fyrir indie-tónlist um dágóðan tíma. „Ég kem heim og langaði til að gera eitthvað hresst. Ég hringdi í Davíð Berndsen og við ákváðum að skapa poppstjörnu. Markmiðið var að enda á stóra sviðinu á Gay Pride. Sem ég gerði, í hvítum spandex-galla,“ segir Þórunn, og hlær innilega þegar hún lítur til baka til þess tíma þegar hún stimplaði sig óvænt inn sem kynbomba í umræddum galla. Í dag er Þórunn móðir sextán mánaða gamallar stúlku og er bæði potturinn og pannan í einum fjölmennasta fésbókarhópi landsins, Góða systir, þar sem yfir fimmtíu þúsund konur eru samankomnar. Hún vill miðla hinu góða og styðja við þá sem á þurfa að halda. „Ég stofnaði hópinn eina nóttina eftir að hafa verið vakandi með litlu dóttur minni. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta yrðu kannski 1.000 konur, en þetta varð 50.000 kvenna hópur á þremur dögum. Ég gapti. „Guð minn góður, hvað er ég búin að gera?“ Hún segir vinsældir hópsins undirstrika það sem hún upplifði á eigin skinni. Að íslenskar konur væru orðnar þyrstar í jákvæðni. „Ég held að afbrýðisemi og baktal sé eitthvað sem við höfum allar tekið þátt í. Ég hef baktalað og hef sýnt á mér ljótar hliðar ef ég hef verið óörugg. Þegar mér líður illa með mig á ég það til að sýna klærnar. Með aldrinum þá breytist þetta í kærleika til annarra kvenna,“ segir Þórunn. „Því fyrr sem við áttum okkur á þessu og förum að standa saman, því betri og sterkari verðum við.“Með ör á sálinniÞrátt fyrir að Þórunn sé aðeins þrjátíu og tveggja ára gömul, hefur hún marga fjöruna sopið. Hún er skilnaðarbarn og átti ekki auðvelda æsku. Hún fór snemma að skapa til að koma sér út úr erfiðum aðstæðum. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég var alltaf mikil pabbastelpa. Ég saknaði hans mikið. Þegar ég horfi til baka þá var þetta í raun guðs gjöf, því eftir þetta hittu þau ástir lífs síns og ég er mjög heppin með fósturforeldra. Ég held að það sé þannig með öll skilnaðarbörn, þetta skilur eftir sig ör á sálinni. Ég var alltaf sjálfstæð, fór mínar leiðir og valdi mér skrítin föt. Var pínu sérstök og ég var mikið í mínum eigin heimi.“Sár yfir að vera send á StuðlaÞórunn var stöðugt að reyna að troða sér í box sem hentuðu henni ekki. Hún átti í basli með að haga sér í takt við það sem samfélagið sagði. „Ég var fyrirferðarmikið barn, og líklega með ADHD og ofvirkni sem ekki var greint á þessum tíma. Ég fann ung fyrir að ég þurfti að slípa mig til þess að passa inn og væri ekki alltaf að fá skammir.“ Þegar Þórunn var um tólf ára gömul fór hún í uppreisn og við tók mikil sjálfstæðisbarátta sem féll í grýttan farveg í foreldrahúsum. Hún tók að strjúka að heiman og úr varð að hún var send á Stuðla . „Þar var ég í þrjá mánuði og kom svo til baka, en það gekk ekki alveg. Ég hélt áfram að strjúka og var þá send norður í land á annað unglingaheimili í eitt ár. Ég varð svo sár og reið yfir að vera send í burtu og man að ég hugsaði með mér að fyrst þau ætla að senda mig í burtu þá væri ég hætt að að spila eftir þeirra reglum.“Nauðgað á fyrsta fylleríinuRótin var vanlíðan og áfall sem hún er nýlega farin að gera upp við sig. „Mér leið ekki vel, og ég mér fannst allir vera í stríði við mig. Það tók mig mjög langan tíma að átta mig á hvers vegna ég var eins og ég var, og hvers vegna hlutirnir voru eins og þeir voru. Eftir á að hyggja held ég að ákveðin atvik sem ég lenti í, það að mér hafi verið nauðgað á mínu fyrsta fylleríi, hafi haft mikil áhrif á mig. Ég viðurkenndi það ekki fyrir sjálfri mér mjög lengi og er í raun nýlega farin að geta gert það bæði fyrir sjálfri mér og umheiminum og horft á þetta atvik eins og það var. En það eru ofboðslega margir sem lenda í svipaðri reynslu og ég. Ég var alltaf að kenna mér um þetta, að ég hafi verið of full, og ég hafi gefið eitthvert færi á mér.“Netbyltingarnar góðarÞað var ekki fyrr en reynslusögur fóru að spretta upp á síðunni Beautytips undir myllumerkinu #þöggun að Þórunn fór að horfast í augu við reynsluna sem hafði markað hana svo mikið. „Það að fórnarlömb kynferðisofbeldis kæmu svona út úr skápnum og sérstaklega umræðan um hvað gerist eftir nauðgunina hafði áhrif á mig. Það virðist oft þannig í dómsmálum að aðeins ein birtingarmynd nauðgana sé viðurkennd. Að árásarmaðurinn ráðist á fórnarlambið og dragi það inn í eitthvert skot og nauðgi því. Byltingar síðasta árs fengu mig til að segja þetta upphátt og mér finnst það mikilvægur partur af mínu starfi sem opinber manneskja, sem litlar stelpur og konur horfa til. Þær eiga ekki að bera sig saman við einhverja glansmynd af mér. Ég hef stundum lent í slæmri reynslu, sem hefur sem betur fer styrkt mig í lífinu. Mig langar til að deila því, mér finnst ekkert þægilegt við að opinbera einhverja erfiðustu reynslu mína í lífinu fyrir öllum en ef ég get miðlað góðu þá mun ég gera það.“Glansmyndirnar eru bara feikTalið berst að glansmyndunum og mikilvægi þess að afmá þær. „Glansmyndir eru svo mikið rugl, við erum öll að díla við alls konar atvik. Við horfum allar á einhverjar frægar manneskjur og hugsum með okkur að þær hafi það svo gott en raunin er sú að þeim líður alveg jafn illa og okkur hinum. Þær eru jafn komplexeraðar, skiptir engu hvort við erum ofurmódel eða húsmóðir á Íslandi.“ Þórunn rökstyður mál sitt og segir frá því þegar hún hitti sjálfa Britney Spears á almenningssalerni í Los Angeles. „Hún er ein af þessum fallegustu og mest sexí píum í öllum heiminum, að mati svo margra. Hún kemur inn, horfir á sig upp og niður í speglinum, lítur á mig og segir „oh my god, I’m so fat,“ eða guð minn góður, ég er svo feit. Þarna rann upp ákveðin stund sannleikans. Þessum glansmyndum er viðhaldið með Photoshop og þær látnar líta út fyrir að vera fullkomnar. Ég er á móti þessari þróun, þó ég sé pjattrófa, vilji mála mig og vera kvenleg. Þau viðmið sem heimurinn setur okkur eru bara feik.“Bannaði mér að njóta lífsinsÞórunn þekkir þessa pressu af eigin raun og segist snemma hafa fallið í þá gryfju. „Ég var alltaf týpan sem ekki fór út úr húsi án þess að vera máluð og ég var svo þjökuð af minnimáttarkennd að ég fór ekki í sund. Mér fannst ég ógeðsleg í sundfötum. En ég var bara eðlilegur unglingur, pínu þybbin. Ég dæmdi mig hart og bannaði mér að njóta lífsins. Ég passaði ekki inn í ákveðna hugmynd, þar sem maður þarf alltaf að verða mjórri og sætari. Ég fór í ballett, sem passaði mér ekkert. Ég var eins og górilla í ballettbúningi. Þar var ballettkennari sem sló mig í rassinn og sagði að ég væri frekar feit. Mynstrið byrjar snemma, að maður væri ekki nógu góður. Það er alltaf strögl um að maður megi ekki vera maður sjálfur,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég hef verið upptekin af þessu, sérstaklega í seinni tíð, því ég þjáðist af svo brenglaðri sjálfsmynd þegar ég var yngri. Barðist við búlemíu, sem fólst í þessari hrikalegu fullkomnunaráráttu á sjálfa mig. Ekkert af þessu sem ég var að gera til að vera mjó og sæt, virkaði.“Þórunn áttaði sig ekki á lífshættunni sem þær Freyja Sóley voru í fyrr en heim var komið. Þá var of seint að fá aðstoð. Vísir/AntonMeðgangan sem öllu breyttiÞórunn tók að sér starf dómara í fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent sem Stöð 2 setti í loftið árið 2014 og verður á því tímabili ófrísk. „Þetta var að mörgu leyti hræðilegur tími, stanslaus barátta sem átti sér stað innra með mér. Út frá sjónarhóli samfélagsins, átti mér að finnast þetta besti tími lífs míns og það að viðurkenna að mér liði illa var tabú. Suma daga var ég inni í íbúðinni minni, með ljósin slökkt og grét. Milli þess fór ég upp á svið í Ísland Got Talent í hin allra björtustu ljós eftir að hafa hreinlega málað á mig mitt fallegasta bros og dæmdi þar fólk. Maður var þarna fyrir framan alþjóð og svo kom ég heim og fannst ég algjör lúser. Ég hafði áhyggjur af framtíðinni og þjáðist af ofsakvíða. Auk þess sem ég hafði fengið greiningu um að eitthvað væri að heilanum í mér, hvítar skellur sem ollu rosalegum hausverk, ljósfælni, blóðnösum og rosalegum kvíðaköstum. Mér var sagt að þetta væri líklega merki um MS-sjúkdóminn.Hefðum báðar geta dáiðÞegar kemur að fæðingunni er svo þessi greining um mögulegt MS í skýrslunni minni sem hefur þau áhrif að eftir þrjátíu erfiðar klukkustundir er ég send í bráðakeisara þar sem í ljós kemur að ég er með HELLP-meðgöngusjúkdóm og mígreni og það hefði sennilega uppgötvast fyrr ef ég hefði ekki verið ranglega greind með MS. Eflaust hefði verið hægt að taka í taumana fyrr, en þetta er bara svo sjaldgæfur sjúkdómur. Öll einkennin voru skrítin, og enginn náði að púsla þessu saman fyrr en það var orðið of seint.“ Þórunn segist ekki hafa áttað sig á alvöru málsins fyrr en heim var komið. „Dánartíðni móður og barns með HELLP er frekar há. Þarna hefðum við báðar geta dáið. Ég brotnaði algjörlega niður, og alls konar tilfinningar blossuðu upp. Ég fór að lesa allt um þetta, leitaði að upplýsingum og hringdi alls konar símtöl og fékk loks svör. Þar á meðal svörin að þar sem ég væri útskrifuð af sjúkrahúsinu, væri ég of sein til að fá hjálp, of sein til að fá viðtal þar sem of langt væri liðið.“Þunglyndi fylgdi skömmVið tók leikrit þar sem Þórunn stóð sig með stakri prýði. „Ég hélt að það væri eðlilegt að langa ekkert út úr húsi, það var nú vetur og svoleiðis. Það var svo ekki fyrr en ég tek krossapróf í mæðraeftirlitinu rúmum fjórum mánuðum eftir fæðinguna, að í ljós kemur mjög alvarlegt þunglyndi. Ég varð mjög hissa, og mér fannst rosalega erfitt að viðurkenna það á þessum fallegasta tíma lífs míns. Skömmin heltók mig, skömmin við að þurfa hjálp. Sem er sérstakt, því ef þetta væri besta vinkona mín sem ætti í hlut, hefði ég knúsað hana og sent hana strax til geðlæknis eða sálfræðings. En af því að þetta var ég, þá hlaut að vera skömm að þessu.“Þótti ekki söluvænlegÁ sama tíma og Þórunn var að kljást við stærstu áskorun sína til þessa stóð hún frammi fyrir hverri þrautinni á fætur annarri. „Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“Uppsögn og afsökunarbeiðni Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra. „Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. „Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“ Kvöld eitt þegar Þórunn er svo komin á steypirinn fær hún svo símtal frá yfirmanni á Stöð 2, þar sem henni er tjáð að hún verði ekki með í næstu þáttaröð Ísland Got Talent. „Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“Fannst sparkað í mig liggjandi„Á þessum tíma sá ég um íslenska listann líka og fór í fæðingarorlof frá honum sömuleiðis. Þegar ég ætla svo að snúa aftur, þá var búið að samningsbinda Ósk, vinkonu mína, í þá vinnu. Ég get fullyrt að ég labbaði í burtu frá fyrirtækinu með óbragð í munni.“ Þegar blaðamaður spyr hvort hún hafi ekki ætlað sér að fara lengra með málið svarar hún: „Nei, veistu, á þessum tímapunkti var ég að díla við áfallastreituröskun, þunglyndi og reyna að sinna fallega ungbarninu mínu og vildi ekki neina neikvæða athygli. Og ég vil hana svo sem ekkert. Fólk, eins og þessi samstarfsmaður og þetta fyrirtæki verður bara að lifa með því, ef það ætlar að koma svona fram. Ekkert af því sem ég er að segja, er hér sagt í hefnigirni, ég er að segja frá þessu til að sýna þeim sem á þurfa að halda, að maður kemst í gegnum allt. Ég vil ekki að dóttir mín verði fyrir einelti, í skóla eða vinnu, svo ef ég stend ekki upp fyrir sjálfri mér, hvernig get ég gert kröfuna um að hún geri það? Það er mín skoðun að á þessum tíma, ætti vinnuveitandi manns að styðja við bakið á manni. Ég veit að þetta er engin góðgerðarstarfsemi en maður hefði búist við fallegri framkomu frá svona flottu fyrirtæki. Mér fannst þetta persónuleg árás,“ segir hún og er harðorð. Hún heldur áfram. „Eftir að ég átti barnið, bjóst ég við örðuvísi viðmóti. Það sárasta var, að þetta sannaði kenninguna um það hvernig samfélagið, almennt séð, kemur fram við konur sem eru búnar að eignast börn. Það var erfitt að fá þetta í andlitið. Ég hugsaði alltaf að þetta myndi nú ekki ske, en svo gerðist það. Auðvitað var ég reið, fannst þetta illa gert og særandi. Mér fannst sparkað í mig liggjandi.“Reynslan ekki metin í gráðum„Maður fór úr að vera sæta fræga pían, sem búið var að mála rosalega glansmynd af úti í bæ, í að vera nýbökuð móðir á vergangi, atvinnulaus, með ofsakvíða og áfallastreituröskun, en við þurftum að yfirgefa heimilið okkar vegna viðgerða og flæktumst þannig á milli þess að vera í sumarbústað og inná foreldrum mínum,“ útskýrir hún. „Þetta var erfitt og ég sem var vön að vera þessi hugrakka stelpa, sem kýldi bara á það, var lítil í mér og stutt í grátinn. Ég held að atvinnumissirinn hafi haft mikið með það að gera. Þegar maður eignast barn áttar maður sig á að maður þarf að sjá fyrir þessari manneskju. Ég byrjaði snemma í minni draumavinnu, sem er ekki hefðbundin og því reynsla mín dýrmætt vopn. Hún er á við alls konar gráður en ég er ekki með þær prentaðar á blað svo það er ógnvænlegt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd. Á tímabili fannst mér ég einskis virði. Innst inni vissi ég að það var ekki rétt, og ég segi fyrir mitt leyti að það er mikilvægt að hugsa ekki sem svo að maður sé þunglyndið, heldur að maður sé að díla við það akkúrat núna. Líkt og þegar maður er með flensu, þá er maður ekkert hún.“Mörg járn í eldinumÞórunn geislar þrátt fyrir að hafa rætt um málefni sem hafa tekið á hana. Dóttirin heldur henni á tánum. „Hún er gleðilegasta ævintýri ævi minnar. Ég er himinlifandi með hana. Hún hefur kennt mér svo margt, að sjá fegurðina í einföldu formi.“ Þá hefur Þórunn endurnýjað kynnin við hippann í sér og hefur lagt glamúrskvísuna á hilluna um sinn. „Ég er búin að gera plötu sem ég stefni á að fjármagna með hjálp Karolina Fund. Ég lít leiklistina hýru auga og mig hefur lengi langað til að leika. Kannski að maður skelli sér í leiklist í Listaháskólanum og jafnvel í bílprófið í leiðinni,“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira