Mikilvægur bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 22:00 Hendricks í flottu formi fyrir bardagann. Vísir/Getty Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Sjá meira
Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer
MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Sjá meira
Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30