Liðin sem mætast í ár eru Carolina Panthers úr Þjóðardeildinni og Denver Broncos úr Ameríkudeildinni. Í hálfleik verður síðan mikil sýning þar sem fram koma Coldplay, Beyoncé og Bruno Mars. Coldplay er aðaltónlistaratriðið.
Þessi stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum verður ekkert minni í sniðunum nú þegar haldið er upp á stór tímamót.
Það eru öfgar á mörgum stöðum og þar á meðal í þeim veitingum sem er boðið upp á fyrir áhorfendur á vellinum.
Áhorfendur á Levi´s-leikvanginum geta nefnilega ekki bara fengið tómat og sinnep á pylsurnar sínar því það er hægt að panta „Big 5-0 Sausage" þar sem lokahnykkurinn í framreiðslunni er að dreifa gylltum flögum yfir pylsuna.
Þessi gull-pylsa kostar tólf dollara stykkið eða rúmlega 1500 íslenskra krónur. Það er ekkert ódýrt að versla sér mat á Super Bowl en nú er að sjá hve margir tíma fimmtán hundruð kalli í eina pylsu þótt að hún sé með smá gulli.
Stöð 2 Sport gerir Super Bowl leiknum góð skil en öll úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefur verið í beinni á Stöð 2 Sport. Útsending kvöldsins hefst klukkan 23.00.
You can eat a hot dog topped with real flakes of gold at Super Bowl 50 https://t.co/DCpkknkrAS pic.twitter.com/nAbU3IcN2l
— Mashable (@mashable) February 5, 2016