Guðni Valur setti Íslandsmet í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Guðni Valur Guðnason. Vísir/E.Stefán ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira