Ásýnd og traust Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Þótt stjórnendur fjármálafyrirtækja taki ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi er það ekki nóg þegar störf þeirra eru metin. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf. í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða króna. Á föstudag var greint frá því að í nýju virðismati sem KPMG vann fyrir stjórn Borgunar sé fyrirtækið metið á 19 til 26 milljarða króna. Sé virði hlutarins sem Landsbankinn seldi metinn út frá mati KPMG er hann 6 til 8 milljarðar króna eða nærri 4 til 6 milljörðum hærri en þegar bankinn seldi. Fréttir af uppfærðu mati á verðmæti Borgunar hf. eru bara nýjasta framvindan í atburðarás Borgunarmálsins. Fyrst var greint frá því að hlutabréfin í Borgun hefðu verið seld án auglýsingar. Síðan kom í ljós að nýir hluthafar Borgunar fengju stóran hluta kaupverðsins greiddan strax til baka með 800 milljóna króna arðgreiðslu úr félaginu. Nýlega var ljóst að Landsbankinn færi á mis við háar fjárhæðir í tengslum við söluna á Borgun vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe en stjórnendum bankans var vel kunnugt um fyrirhugaða yfirtöku. Og nú liggur fyrir að Borgun er margfalt meira virði en stjórnendur Landsbankans töldu þegar þeir seldu bréf bankans í félaginu. Fjármálastofnanir eiga allt sitt undir trausti viðskiptavina sinna. Íslenska bankakerfið er fjármagnað af innlánum sparifjáreigenda. Það liggur því í hlutarins eðli að tilvist þess er háð trausti þeirra. Stjórnendur Landsbankans nálgast mistök sín eflaust með þeim hætti að Borgunarmálið sé vindhviða sem þeir standi af sér. Tímabundið og viðráðanlegt vandamál. Þessi afstaða er skiljanleg því það er ekki af þeirri stærðargráðu að líklegt sé að gert verði áhlaup á bankann. Örfáar hræður mættu í aðalútibú bankans til að taka þátt í skipulögðum mótmælum og gerðu hróp að bankastjóranum. Ekkert til að hafa áhyggjur af. En það er ekki víst að stjórnendur Landsbankans geti nálgast viðfangsefnið á grundvelli vegins hagsmunamats því þeir mega líka vænta þess að siðferðilegir mælikvarðar verði lagðir á störf þeirra. Í bankakerfinu skiptir ekki bara máli hvort menn hafi tekið ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi. Ásýndin er ekki síður mikilvæg. Það skiptir miklu máli hvernig þessar sömu ákvarðanir „virðast“ vera þegar þær fara undir smásjá almenningsálitsins. Dómur þess er sjaldnast mildur og í augnablikinu hangir hann eins og biturt sverð yfir höfði stjórnenda Landsbankans. Stjórnendur bankans mega vera stoltir af mörgu. Á síðustu þremur árum hefur Landsbankinn greitt ríkissjóði samtals 54 milljarða króna í arð. Nýjasta framvinda Borgunarmálsins er hins vegar þess eðlis að það er erfitt að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það er ekki hafið yfir vafa að mistökin í Borgunarmálinu krefjist þess að menn taki pokann sinn. Stjórnendur Landsbankans verða hins vegar að spyrja sjálfa sig að því, að öllum staðreyndum málsins virtum, hvort þeir njóti trausts. Ef það er niðurstaðan verður lærdómur þeirra af mistökum sínum í Borgunarmálinu að vera áþreifanlegur og hann þarf að birtast með skýrum hætti í verkum þeirra. Almenningur sættir sig ekki við neitt minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þótt stjórnendur fjármálafyrirtækja taki ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi er það ekki nóg þegar störf þeirra eru metin. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf. í nóvember 2014 fyrir 2,2 milljarða króna. Á föstudag var greint frá því að í nýju virðismati sem KPMG vann fyrir stjórn Borgunar sé fyrirtækið metið á 19 til 26 milljarða króna. Sé virði hlutarins sem Landsbankinn seldi metinn út frá mati KPMG er hann 6 til 8 milljarðar króna eða nærri 4 til 6 milljörðum hærri en þegar bankinn seldi. Fréttir af uppfærðu mati á verðmæti Borgunar hf. eru bara nýjasta framvindan í atburðarás Borgunarmálsins. Fyrst var greint frá því að hlutabréfin í Borgun hefðu verið seld án auglýsingar. Síðan kom í ljós að nýir hluthafar Borgunar fengju stóran hluta kaupverðsins greiddan strax til baka með 800 milljóna króna arðgreiðslu úr félaginu. Nýlega var ljóst að Landsbankinn færi á mis við háar fjárhæðir í tengslum við söluna á Borgun vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe en stjórnendum bankans var vel kunnugt um fyrirhugaða yfirtöku. Og nú liggur fyrir að Borgun er margfalt meira virði en stjórnendur Landsbankans töldu þegar þeir seldu bréf bankans í félaginu. Fjármálastofnanir eiga allt sitt undir trausti viðskiptavina sinna. Íslenska bankakerfið er fjármagnað af innlánum sparifjáreigenda. Það liggur því í hlutarins eðli að tilvist þess er háð trausti þeirra. Stjórnendur Landsbankans nálgast mistök sín eflaust með þeim hætti að Borgunarmálið sé vindhviða sem þeir standi af sér. Tímabundið og viðráðanlegt vandamál. Þessi afstaða er skiljanleg því það er ekki af þeirri stærðargráðu að líklegt sé að gert verði áhlaup á bankann. Örfáar hræður mættu í aðalútibú bankans til að taka þátt í skipulögðum mótmælum og gerðu hróp að bankastjóranum. Ekkert til að hafa áhyggjur af. En það er ekki víst að stjórnendur Landsbankans geti nálgast viðfangsefnið á grundvelli vegins hagsmunamats því þeir mega líka vænta þess að siðferðilegir mælikvarðar verði lagðir á störf þeirra. Í bankakerfinu skiptir ekki bara máli hvort menn hafi tekið ákvarðanir í góðri trú með rétta hagsmuni að leiðarljósi. Ásýndin er ekki síður mikilvæg. Það skiptir miklu máli hvernig þessar sömu ákvarðanir „virðast“ vera þegar þær fara undir smásjá almenningsálitsins. Dómur þess er sjaldnast mildur og í augnablikinu hangir hann eins og biturt sverð yfir höfði stjórnenda Landsbankans. Stjórnendur bankans mega vera stoltir af mörgu. Á síðustu þremur árum hefur Landsbankinn greitt ríkissjóði samtals 54 milljarða króna í arð. Nýjasta framvinda Borgunarmálsins er hins vegar þess eðlis að það er erfitt að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það er ekki hafið yfir vafa að mistökin í Borgunarmálinu krefjist þess að menn taki pokann sinn. Stjórnendur Landsbankans verða hins vegar að spyrja sjálfa sig að því, að öllum staðreyndum málsins virtum, hvort þeir njóti trausts. Ef það er niðurstaðan verður lærdómur þeirra af mistökum sínum í Borgunarmálinu að vera áþreifanlegur og hann þarf að birtast með skýrum hætti í verkum þeirra. Almenningur sættir sig ekki við neitt minna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun