Skítt með innihaldið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun