Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2016 03:28 Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. Hinn 39 ára gamli Peyton Manning varð þar með NFL-meistari í annað sinn á ferlinum en þetta var væntanlega hans síðasti leikur á mögnuðum ferli. Manning var þó ekki valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins því hann getur þakkað vörninni sinni að hann getur hætt á toppnum. Denver Broncos vörnin lokaði nær öllum leiðum fyrir Cam Newton og hans menn í Carolina Panthers liðinu. Liðið, sem vann 15 af 16 deildarleikjum sínum og brunaði inn í Super Bowl með sannfærandi sigrum í úrslitakeppninni, fann fá svör á móti bestu vörn deildarinnar.Hápunkta úr leiknum í nótt má sjá hér að neðan. Von Miller var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann náði tveimur boltum af Cam Newton í leiknum og var auk þess með 2,5 leikstjórnandafellur. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær en hann stóð ekki undir nafni í dag. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá liðinu og þrátt fyrir að vörnin hafi staðið sig vel lengstum var sóknarleikurinn hrein hörmung. Cam Newton kallar sig Súperman en Denver-liðið var með nóg af kryptonite í þessum leik. Cam Newton var niðurlútur á blaðamannafundi eftir leikinn og yfirgaf hann fyrr en reiknað var með. SUPER LOW: A deeply disappointed Carolina Panthers quarterback Cam Newton had few words for the media following his team...Posted by FB Newswire on Monday, February 8, 2016 Þegar upp var staðið var það gamli herramaðurinn sem fagnaði sigri á meðan besti leikmaðurinn tók mótlætinu eins og lítill drengur. Cam Newton fær fleiri tækifæri til að vinna titilinn en þau verða ekki á móti Peyton Manning. Þetta er í þriðja sinn sem Denver Broncos vinnur NFL-titilinn en liðið varð einnig meistari 1997 og 1998. Þá var John Elway leikstjórnandi liðsins en hann er núna framkvæmdastjóri Denver Broncos. Peyton Manning keyrði þetta strax í gang í byrjun leiks og Denver Broncos liðið komst upp völlinn í fyrstu sókn. Fyrsta sóknin skilaði þó bara vallamarki frá sparkanum Brandon McManus en Denver-liðið var komið í 3-0 forystu. Denver Broncos vörnin átti síðan næsta leik. Von Miller vann boltann af Cam Newton og annar varnarmaður, Malik Jackson, fylgdi því eftir, skoraði snertimark og kom Denver Broncos í 10-0 forystu. Carolina Panthers, var ólíkt sér í upphafi, en liðið náði þó að svara með snertimarki frá Jonathan Stewart sem minnkaði muninn í þrjú stig, 10-7. Eftir það var þó lítið af frétt af sóknartilburðum Cam Newton og félaga. Brandon McManus, sparkari Denver, skoraði annað vallarmark áður en hálfleikurinn var úti og Broncos liðið því sex stigum yfir í hálfleik, 13-7.Peyton Manning er kóngurinn en hans bestu tilþrif í leiknum má sjá hér að neðan. Denver Broncos vörnin átti frábæran hálfleik og Cam Newton komst lítið áleiðis. Carolina Panthers tapaði tveimur boltum og Newton var felldur fjórum sinnum í hálfleiknum. Denver-varnarmennirnir Von Miller og DeMarcus Ware skinu skærast og virtust nærast á stressi Panthers-leikmannanna. Brandon McManus skoraði annað snertimark í þriðja leikhlutanum og áfram gekk lítið sem ekkert hjá Carolina Panthers sókninni. Þeir skoruðu eitt snertimark en munurinn var ennþá sex stig. 16-10.Von Miller hitti á frábæran dag. Úrslitin réðustu síðan þegar Von Miller vann boltann aftur af Cam Newton og C.J. Anderson skoraði síðan snertimark í sókninni á eftir. Peyton Manning reyndi tveggja stiga aukasókn í kjölfarið og hún heppnaðist. Denver Broncos var því komið fjórtán stigum yfir, 24-10, og þá voru bara rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Carolina Panthers breyttu engu á lokamínútunum og Denver Broncos fagnaði sigri. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl: Paul Rudd sameinar Bandaríkin Þekktir leikarar léku í drykkjaauglýsingum fyrir Super Bowl. 8. febrúar 2016 11:11 Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. 8. febrúar 2016 10:10 Super Bowl: Kindur falla fyrir glæsilegum jeppa Bílaauglýsingar voru fyrirferðarmiklar í útsendingu Super Bowl í nótt. 8. febrúar 2016 10:43 Super Bowl: Marilyn Monroe er ekki hún sjálf án Snickers Matvælaauglýsingar Super Bowl þykja hafa heppnast vel. 8. febrúar 2016 11:25 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. Hinn 39 ára gamli Peyton Manning varð þar með NFL-meistari í annað sinn á ferlinum en þetta var væntanlega hans síðasti leikur á mögnuðum ferli. Manning var þó ekki valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins því hann getur þakkað vörninni sinni að hann getur hætt á toppnum. Denver Broncos vörnin lokaði nær öllum leiðum fyrir Cam Newton og hans menn í Carolina Panthers liðinu. Liðið, sem vann 15 af 16 deildarleikjum sínum og brunaði inn í Super Bowl með sannfærandi sigrum í úrslitakeppninni, fann fá svör á móti bestu vörn deildarinnar.Hápunkta úr leiknum í nótt má sjá hér að neðan. Von Miller var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann náði tveimur boltum af Cam Newton í leiknum og var auk þess með 2,5 leikstjórnandafellur. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær en hann stóð ekki undir nafni í dag. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá liðinu og þrátt fyrir að vörnin hafi staðið sig vel lengstum var sóknarleikurinn hrein hörmung. Cam Newton kallar sig Súperman en Denver-liðið var með nóg af kryptonite í þessum leik. Cam Newton var niðurlútur á blaðamannafundi eftir leikinn og yfirgaf hann fyrr en reiknað var með. SUPER LOW: A deeply disappointed Carolina Panthers quarterback Cam Newton had few words for the media following his team...Posted by FB Newswire on Monday, February 8, 2016 Þegar upp var staðið var það gamli herramaðurinn sem fagnaði sigri á meðan besti leikmaðurinn tók mótlætinu eins og lítill drengur. Cam Newton fær fleiri tækifæri til að vinna titilinn en þau verða ekki á móti Peyton Manning. Þetta er í þriðja sinn sem Denver Broncos vinnur NFL-titilinn en liðið varð einnig meistari 1997 og 1998. Þá var John Elway leikstjórnandi liðsins en hann er núna framkvæmdastjóri Denver Broncos. Peyton Manning keyrði þetta strax í gang í byrjun leiks og Denver Broncos liðið komst upp völlinn í fyrstu sókn. Fyrsta sóknin skilaði þó bara vallamarki frá sparkanum Brandon McManus en Denver-liðið var komið í 3-0 forystu. Denver Broncos vörnin átti síðan næsta leik. Von Miller vann boltann af Cam Newton og annar varnarmaður, Malik Jackson, fylgdi því eftir, skoraði snertimark og kom Denver Broncos í 10-0 forystu. Carolina Panthers, var ólíkt sér í upphafi, en liðið náði þó að svara með snertimarki frá Jonathan Stewart sem minnkaði muninn í þrjú stig, 10-7. Eftir það var þó lítið af frétt af sóknartilburðum Cam Newton og félaga. Brandon McManus, sparkari Denver, skoraði annað vallarmark áður en hálfleikurinn var úti og Broncos liðið því sex stigum yfir í hálfleik, 13-7.Peyton Manning er kóngurinn en hans bestu tilþrif í leiknum má sjá hér að neðan. Denver Broncos vörnin átti frábæran hálfleik og Cam Newton komst lítið áleiðis. Carolina Panthers tapaði tveimur boltum og Newton var felldur fjórum sinnum í hálfleiknum. Denver-varnarmennirnir Von Miller og DeMarcus Ware skinu skærast og virtust nærast á stressi Panthers-leikmannanna. Brandon McManus skoraði annað snertimark í þriðja leikhlutanum og áfram gekk lítið sem ekkert hjá Carolina Panthers sókninni. Þeir skoruðu eitt snertimark en munurinn var ennþá sex stig. 16-10.Von Miller hitti á frábæran dag. Úrslitin réðustu síðan þegar Von Miller vann boltann aftur af Cam Newton og C.J. Anderson skoraði síðan snertimark í sókninni á eftir. Peyton Manning reyndi tveggja stiga aukasókn í kjölfarið og hún heppnaðist. Denver Broncos var því komið fjórtán stigum yfir, 24-10, og þá voru bara rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Carolina Panthers breyttu engu á lokamínútunum og Denver Broncos fagnaði sigri.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl: Paul Rudd sameinar Bandaríkin Þekktir leikarar léku í drykkjaauglýsingum fyrir Super Bowl. 8. febrúar 2016 11:11 Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. 8. febrúar 2016 10:10 Super Bowl: Kindur falla fyrir glæsilegum jeppa Bílaauglýsingar voru fyrirferðarmiklar í útsendingu Super Bowl í nótt. 8. febrúar 2016 10:43 Super Bowl: Marilyn Monroe er ekki hún sjálf án Snickers Matvælaauglýsingar Super Bowl þykja hafa heppnast vel. 8. febrúar 2016 11:25 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Super Bowl: Paul Rudd sameinar Bandaríkin Þekktir leikarar léku í drykkjaauglýsingum fyrir Super Bowl. 8. febrúar 2016 11:11
Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46
Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. 8. febrúar 2016 10:10
Super Bowl: Kindur falla fyrir glæsilegum jeppa Bílaauglýsingar voru fyrirferðarmiklar í útsendingu Super Bowl í nótt. 8. febrúar 2016 10:43
Super Bowl: Marilyn Monroe er ekki hún sjálf án Snickers Matvælaauglýsingar Super Bowl þykja hafa heppnast vel. 8. febrúar 2016 11:25