Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til Evrópumótsins 2017. Drátturinn fer fram 22. janúar í Þýskalandi.
Íslenska landsliðið hefur aldrei verið jafn ofarlega, en það hefur klifið metorðastigann undanfarin misseri og var auðvitað í fyrsta sinn með á Evrópumótinu síðasta sumar.
Ísland mætir örugglega einu liði úr efsta styrkleikaflokki og einu úr þriðja, en óvíst er hvort það mæti liði úr fjórða styrkleikaflokki.
Dregið verður í heildina í sjö riðla. Sex riðlar verða með fjórum þjóðum en einn þeirra með þremur. Leikið verður heima og að heiman líkt og undanfarin ár.
Þrettán landsliðs hafa tryggt þátttöku sína í lokamótinu á næsta ári, en 27 lönd taka þátt í undankeppninni. Ellefu sæti eru laus á Em og þangað komast sigurvegararnir sjö í riðlunum auk fjögurra bestu liðanna sem hafna í öðru sæti.
1. styrkleikaflokkur
Pólland
Slóvenía
Belgía
Georgía
Rússland
Þýskaland
Makedónía
2. styrkleikaflokkur
Eistland
Holland
Úkraína
Bosnía
Ísland
Ungverjaland
Svartfjallaland
3. styrkleikaflokkur
Austurríki
Svíþjóð
Hvíta-Rússland
Sviss
Búlgaría
Bretland
Slóvakía
4. styrkleikaflokkur
Portgúal
Danmörk
Lúxemborg
Kýpur
Albanía
Kósóvó

