McGregor um Jesú: Allt í góðu á milli okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 13:00 McGregor var að venju brosmildur á fundinum. Vísir/Getty Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“ MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira