Aron vann jafnmarga leiki á stórmótum og Bogdan Kowalczyk

Íslenska landsliðið fór á fjögur stórmót undir stjórn Arons Kristjánsson, tvö heimsmeistaramót (Spánn 2013, Katar 2015) og tvö Evrópumót (Danmörk 2014, Pólland 2016).
Íslenska liðið náði bestum árangri undir hans stjórn þegar liðið krækti í fimmta sætið á EM í Danmörku 2014 en varð síðan neðar en tíunda sæti á hinum þremur mótunum.
Sjá einnig:Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið
Aron jafnaði árangur Bogdans Kowalczyk og Þorbjarnar Jenssonar þegar Ísland vann Noreg í fyrsta leik á EM í Póllandi en þeir hafa allir fagnað sigri í tíu leikjum sem þjálfarar íslenska handboltalandsliðsins á stórmótum.
Sigrar íslenska landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989 teljast ekki með enda stórmótin aðeins Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleikar.
Aron fékk tvö tækifæri til að komast einn í annað sætið en íslenska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum við Hvíta Rússland og Króatíu og datt úr keppni.
Sjá einnig:Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina
Það hafa bara tveir landsliðsþjálfarar komist ofar með íslenska landsliðið á stórmóti en það eru þeir Guðmundur Guðmundsson og Þorbergur Aðalsteinsson.
Guðmundur hefur yfirburðarforystu í sigurleikjum og á einnig þrjú af fjórum bestu
stórmótum Íslands frá upphafi.
Flestir sigurleikir íslenskra þjálfara með Ísland á stórmótum:
Guðmundur Guðmundsson 32 (63 leikir, 58 prósent sigurhlutfall)
Bogdan Kowalczyk 10 (26, 44 prósent)
Aron Kristjánsson 10 (22, 50 prósent)
Þorbjörn Jensson 10 (21, 52 prósent)
Þorbergur Aðalsteinsson 9 (21, 45 prósent)
Alfreð Gíslason 6 (16, 38 prósent)
Viggó Sigurðsson 4 (11, 46 prósent)
Hilmar Björnsson 3 (11, 32 prósent)
Hallsteinn Hinriksson 3 (9, 39 prósent)
Besti árangur hjá einstökum þjálfurum með íslenska landsliðið á stórmóti:
2. sæti - Guðmundur Guðmundsson á ÓL 2008
4. sæti - Þorbergur Aðalsteinsson á Ól 1992
5. sæti - Aron Kristjánsson á EM 2014
5. sæti - Þorbörn Jensson á Hm 1997
6. sæti - Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984 og HM 1986
6. sæti - Hallsteinn Hinriksson á HM 1961
7. sæti - Viggó Sigurðsson á EM 2006
8. sæti - Alfreð Gíslason á HM 2007
Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina
Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið
Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.

Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara
Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara.

Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið
"Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir.

Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur
Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM.