Höfuð eða hjarta? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Svo virðist sem ýmiss konar sannindi í pólitík teljist ekki sönn lengur. Á Íslandi höfum við kosningasigur Besta flokksins og Pírata, sem áfram fara með himinskautum í skoðanakönnunum. Í Bretlandi tókst sósíalistanum Jeremy Corbyn að ná formannsstóli Verkamannaflokksins. Annars staðar hafa ógeðfelldari öfl átt upp á pallborðið, eins og Svíþjóðardemókratar eða Jobbik í Ungverjalandi. Vandi er um að spá hverju þetta sætir. Margir virðast sammála um að efnahagshamfarirnar 2008 hafi verið ákveðin vatnaskil. Ef til vill sýndi efnahagsóstjórnin á árunum fyrir heimskreppuna að hin hefðbundnu stjórnmálaöfl eru langt í frá óskeikul eða áhættulaus kostur á valdastól. Hver er þá hættan við að hleypa öðrum að? Innviðir Reykjavíkurborgar hrundu ekki á meðan Besti flokkurinn var við völd. Því er ólíklegt að einhver kollsteypa verði þótt Píratar komist í ríkisstjórn. Völd eiga það líka til að gera fólk íhaldssamara en það taldi sig áður en til kastanna kom. Kosningabaráttan fyrir bandarísku forsetakosningarnar endurspeglar ofangreint að nokkru leyti. Tveir kandídatar, sem áður þóttu varla sérlega forsetalegir, eru nú allt að því líklegastir til að hljóta útnefningu sinna flokka. Um Donald Trump þarf vart að fjölyrða. Frambjóðandinn sem keppist við að yfirbjóða andstæðinga sína. Hann vill loka landamærunum við Mexíkó, banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, afneitar staðreyndum um hlýnun jarðar og hefur lýst því yfir að varpa eigi kjarnorkusprengjum á Norður-Kóreu. Trump setti svo punktinn yfir i-ið í vikunni þegar hann kom fram ásamt Söru Palin, sem þykir líklegt varaforsetaefni nái hann kjöri. Líkur sækir líkan heim. Á hinum vængnum er það öldungurinn Bernie Sanders sem gæti staðið uppi sem sigurvegari. Sanders lýsir sjálfum sér sem sósíaldemókrata. Er andvígur bankaræðinu á Wall Street og vill innleiða skattahækkanir á efnamesta fólkið. Hann vill jafnframt að allir geti notið heilbrigðisþjónustu, hefur hugmyndir um að innleiða fæðingarorlof og hvetur til varkárni í utanríkismálum. Varla sérstaklega róttækt á norrænan mælikvarða, en nóg til að vera sakaður um daður við kommúnisma vestan hafs. Spurningin er svo hver yrði niðurstaðan ef þessir andstæðu pólar myndu mætast í kjörklefanum. Ómögulegt að segja en líklegt er að bandarískir kjósendur myndu skiptast í tvær hnífjafnar fylkingar. Í þessu liggur sennilega stærsta tækifæri Hillary Clinton. Hún nær til breiðari hóps en Bernie Sanders og er líklegri til að sækja atkvæði á miðjuna. Um þetta þarf hún að sannfæra demókrata á næstunni. Hjá repúblikönum er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að miðjukandídötum. Trump hefur líka ýtt mörgum kollegum sínum lengra til hægri með yfirboðum sínum. Spurningin er hvort kjósendur demókrata greiða atkvæði með höfðinu eða hjartanu í komandi prófkjörum. Hvernig sem fer fylgjumst við hugfangin með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Svo virðist sem ýmiss konar sannindi í pólitík teljist ekki sönn lengur. Á Íslandi höfum við kosningasigur Besta flokksins og Pírata, sem áfram fara með himinskautum í skoðanakönnunum. Í Bretlandi tókst sósíalistanum Jeremy Corbyn að ná formannsstóli Verkamannaflokksins. Annars staðar hafa ógeðfelldari öfl átt upp á pallborðið, eins og Svíþjóðardemókratar eða Jobbik í Ungverjalandi. Vandi er um að spá hverju þetta sætir. Margir virðast sammála um að efnahagshamfarirnar 2008 hafi verið ákveðin vatnaskil. Ef til vill sýndi efnahagsóstjórnin á árunum fyrir heimskreppuna að hin hefðbundnu stjórnmálaöfl eru langt í frá óskeikul eða áhættulaus kostur á valdastól. Hver er þá hættan við að hleypa öðrum að? Innviðir Reykjavíkurborgar hrundu ekki á meðan Besti flokkurinn var við völd. Því er ólíklegt að einhver kollsteypa verði þótt Píratar komist í ríkisstjórn. Völd eiga það líka til að gera fólk íhaldssamara en það taldi sig áður en til kastanna kom. Kosningabaráttan fyrir bandarísku forsetakosningarnar endurspeglar ofangreint að nokkru leyti. Tveir kandídatar, sem áður þóttu varla sérlega forsetalegir, eru nú allt að því líklegastir til að hljóta útnefningu sinna flokka. Um Donald Trump þarf vart að fjölyrða. Frambjóðandinn sem keppist við að yfirbjóða andstæðinga sína. Hann vill loka landamærunum við Mexíkó, banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, afneitar staðreyndum um hlýnun jarðar og hefur lýst því yfir að varpa eigi kjarnorkusprengjum á Norður-Kóreu. Trump setti svo punktinn yfir i-ið í vikunni þegar hann kom fram ásamt Söru Palin, sem þykir líklegt varaforsetaefni nái hann kjöri. Líkur sækir líkan heim. Á hinum vængnum er það öldungurinn Bernie Sanders sem gæti staðið uppi sem sigurvegari. Sanders lýsir sjálfum sér sem sósíaldemókrata. Er andvígur bankaræðinu á Wall Street og vill innleiða skattahækkanir á efnamesta fólkið. Hann vill jafnframt að allir geti notið heilbrigðisþjónustu, hefur hugmyndir um að innleiða fæðingarorlof og hvetur til varkárni í utanríkismálum. Varla sérstaklega róttækt á norrænan mælikvarða, en nóg til að vera sakaður um daður við kommúnisma vestan hafs. Spurningin er svo hver yrði niðurstaðan ef þessir andstæðu pólar myndu mætast í kjörklefanum. Ómögulegt að segja en líklegt er að bandarískir kjósendur myndu skiptast í tvær hnífjafnar fylkingar. Í þessu liggur sennilega stærsta tækifæri Hillary Clinton. Hún nær til breiðari hóps en Bernie Sanders og er líklegri til að sækja atkvæði á miðjuna. Um þetta þarf hún að sannfæra demókrata á næstunni. Hjá repúblikönum er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að miðjukandídötum. Trump hefur líka ýtt mörgum kollegum sínum lengra til hægri með yfirboðum sínum. Spurningin er hvort kjósendur demókrata greiða atkvæði með höfðinu eða hjartanu í komandi prófkjörum. Hvernig sem fer fylgjumst við hugfangin með.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun