Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2016 12:21 Helgi segist engin svör fá við því hvers vegna Birni Þór var ýtt út úr úthlutunarnefndinni óforvarandis. Helgi Ingólfsson rithöfundur setti fram fyrirspurn til stjórnar rithöfundasambandsins þar sem hann fer fram á svör við því hvernig það megi vera að Birni Þór Vilhjálmssyni hafi verið ýtt út úr úthlutunarnefnd rithöfundasjóðs eftir aðeins eitt ár. Þetta gengur í berhögg við það þann hátt sem hafður hefur verið á, að sögn formanns stjórnar Rithöfundasambandsins (RSÍ), Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, að nefndin endurnýjaði sig árlega með því að enginn sæti þar lengur en í þrjú ár. Frásögn Björns Þórs gæti gefið tilefni til að ætla að afskipti stjórnar RSÍ af störfum úthlutunarnefndarinnar séu meiri en eðlilegt má teljast eða fram hefur komið.Reykfyllt bakherbergiMálefni rithöfundasambandsins hafa verið mjög í deiglunni eftir að Vísir greindi frá því að stjórnin veldi sjálf fólk til setu í úthlutunarnefndinni, sem svo meðal annars veitir stjórnarmeðlimum sín starfslaun. Vísir greindi einnig frá því hvernig Birni Þór var ýtt út úr nefndinni eftir aðeins eitt ár. Þetta var án skýringa og gengur gegn því fyrirkomulagi sem vísað hefur verið til.Helgi Ingólfsson gefur sig hvergi með fyrirspurnir sínar til stjórnar rithöfundasambandsins.Helgi segir hvergi bóla á svörum við fyrirspurn sinni; „hvergi heyrist múkk, leyndarhjúpurinn er fullkominn og órjúfanlegur. Þarf hin ástsæla stjórn – sem í vikunni fékk veruleg hyllingaróp á facebooksíðu sinni, sem síðan hurfu fyrirvaralaust og óskiljanlega út í eterinn - ekki að svara fyrir stjórnarathafnir? Hví er hún svo þögul? Varla eru ákvarðanir hennar teknar í reykfylltum bakherbergjum? Og er ekki athyglisvert hvernig stétt, sem telur sig berjast fyrir opinni og gagnsærri umræðu, virðist telja ástandið eðlilegt eða viðunandi? Hvernig brygðist almenningur við, ef almenn stjórnvöld teldu sig hafin yfir að svara spurningum? Það væri skrítið samfélag. Nú, í sumum samfélögum má víst ekki spyrja.“Hvað hefði Voltaire gert?Þetta kemur fram í ítrekun Helga sem hann setur fram í pistli á FB-síðu rithöfundasambandsins sem og í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Helgi telur rétt að hvessa á spurningum sínum: „Var stjórn RSÍ beitt einhverjum utanaðkomandi þrýstingi við að skipta út manni, sem eingöngu sat eitt ár í úthlutunarnefnd, eða gerði hún það fullkomlega af eigin hvötum? Veit einhver tiltekinn hópur almennra félagsmanna innan RSÍ hvernig á því stóð að manninum var skipt út? Ef svo er, hvernig má vera að sumir almennir félagsmenn búi yfir tiltekinni leyndarvitneskju, en aðrir ekki? Á upplýsingagjöf ekki að vera almenn og lýðræðisleg? Má ganga út frá því að svona Illugaþagnir verði viðbrögð stjórnar RSÍ í framtíðinni, þegar forðast þarf óþægilegar spurningar? Og síðast en ekki síst: Hvers eða hverra hagsmunum þjónar þessi þögn? Hvers eða hverra hagsmunum þjónaði útskiptingin?“ segir Helgi og veltir fyrir sér: „Hvað hefði Voltaire gert?“Segir svör þegar fyrirliggjandiGauti Kristmannsson er varamaður í stjórn og hann er til svara á Menningarátökunum. Gauti segir svör við þessum spurningum þegar fyrirliggjandi af hálfu stjórnar í yfirlýsingum frá stjórn RSÍ, en sjálfsagt sé að ítreka þau:Gauti Kristmannsson varamaður í stjórn RSÍ hefur öðrum fremur innan stjórnar RSÍ risið upp henni til varnar.„Stjórn RSÍ tilnefnir skv. lögum árlega einstaklinga í úthlutunarnefnd sem síðan er skipuð af menntamálaráðherra. Það er enginn skipaður lengur en til eins árs svo það er ekki um það að ræða að einhver hafi verið rekinn. Haldinn verður félagsfundur um starfslaunin bráðlega, þegar starfshópur BÍL hefur skilað tillögum sínum um úrbætur á núverandi fyrirkomulagi, og verða allir félagar velkomnir á hann. Að öðru leyti vísast til stjórnar listamannalauna, enda starfar úthlutunarnefnd á vegum hennar en ekki RSÍ.“ Helgi Ingólfsson telur þetta undanbrögð, enginn hafi haldið því fram að lög hafi verið brotin og enginn haldið því fram að neinn hafi verið rekinn. „En miðað við verklagsreglur, sem áttu að tryggja hlutlægni, hefur því verið fylgt að meðlimir í úthlutunarnefnd hafa setið í þrjú ár í senn. Farið var á svig við þær reglur með inngripi stjórnar RSÍ, sem hefur ekki svarað einni einustu af spurningum mínum.“ Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Helgi Ingólfsson rithöfundur setti fram fyrirspurn til stjórnar rithöfundasambandsins þar sem hann fer fram á svör við því hvernig það megi vera að Birni Þór Vilhjálmssyni hafi verið ýtt út úr úthlutunarnefnd rithöfundasjóðs eftir aðeins eitt ár. Þetta gengur í berhögg við það þann hátt sem hafður hefur verið á, að sögn formanns stjórnar Rithöfundasambandsins (RSÍ), Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, að nefndin endurnýjaði sig árlega með því að enginn sæti þar lengur en í þrjú ár. Frásögn Björns Þórs gæti gefið tilefni til að ætla að afskipti stjórnar RSÍ af störfum úthlutunarnefndarinnar séu meiri en eðlilegt má teljast eða fram hefur komið.Reykfyllt bakherbergiMálefni rithöfundasambandsins hafa verið mjög í deiglunni eftir að Vísir greindi frá því að stjórnin veldi sjálf fólk til setu í úthlutunarnefndinni, sem svo meðal annars veitir stjórnarmeðlimum sín starfslaun. Vísir greindi einnig frá því hvernig Birni Þór var ýtt út úr nefndinni eftir aðeins eitt ár. Þetta var án skýringa og gengur gegn því fyrirkomulagi sem vísað hefur verið til.Helgi Ingólfsson gefur sig hvergi með fyrirspurnir sínar til stjórnar rithöfundasambandsins.Helgi segir hvergi bóla á svörum við fyrirspurn sinni; „hvergi heyrist múkk, leyndarhjúpurinn er fullkominn og órjúfanlegur. Þarf hin ástsæla stjórn – sem í vikunni fékk veruleg hyllingaróp á facebooksíðu sinni, sem síðan hurfu fyrirvaralaust og óskiljanlega út í eterinn - ekki að svara fyrir stjórnarathafnir? Hví er hún svo þögul? Varla eru ákvarðanir hennar teknar í reykfylltum bakherbergjum? Og er ekki athyglisvert hvernig stétt, sem telur sig berjast fyrir opinni og gagnsærri umræðu, virðist telja ástandið eðlilegt eða viðunandi? Hvernig brygðist almenningur við, ef almenn stjórnvöld teldu sig hafin yfir að svara spurningum? Það væri skrítið samfélag. Nú, í sumum samfélögum má víst ekki spyrja.“Hvað hefði Voltaire gert?Þetta kemur fram í ítrekun Helga sem hann setur fram í pistli á FB-síðu rithöfundasambandsins sem og í Facebookhópi sem kallast Menningarátökin. Helgi telur rétt að hvessa á spurningum sínum: „Var stjórn RSÍ beitt einhverjum utanaðkomandi þrýstingi við að skipta út manni, sem eingöngu sat eitt ár í úthlutunarnefnd, eða gerði hún það fullkomlega af eigin hvötum? Veit einhver tiltekinn hópur almennra félagsmanna innan RSÍ hvernig á því stóð að manninum var skipt út? Ef svo er, hvernig má vera að sumir almennir félagsmenn búi yfir tiltekinni leyndarvitneskju, en aðrir ekki? Á upplýsingagjöf ekki að vera almenn og lýðræðisleg? Má ganga út frá því að svona Illugaþagnir verði viðbrögð stjórnar RSÍ í framtíðinni, þegar forðast þarf óþægilegar spurningar? Og síðast en ekki síst: Hvers eða hverra hagsmunum þjónar þessi þögn? Hvers eða hverra hagsmunum þjónaði útskiptingin?“ segir Helgi og veltir fyrir sér: „Hvað hefði Voltaire gert?“Segir svör þegar fyrirliggjandiGauti Kristmannsson er varamaður í stjórn og hann er til svara á Menningarátökunum. Gauti segir svör við þessum spurningum þegar fyrirliggjandi af hálfu stjórnar í yfirlýsingum frá stjórn RSÍ, en sjálfsagt sé að ítreka þau:Gauti Kristmannsson varamaður í stjórn RSÍ hefur öðrum fremur innan stjórnar RSÍ risið upp henni til varnar.„Stjórn RSÍ tilnefnir skv. lögum árlega einstaklinga í úthlutunarnefnd sem síðan er skipuð af menntamálaráðherra. Það er enginn skipaður lengur en til eins árs svo það er ekki um það að ræða að einhver hafi verið rekinn. Haldinn verður félagsfundur um starfslaunin bráðlega, þegar starfshópur BÍL hefur skilað tillögum sínum um úrbætur á núverandi fyrirkomulagi, og verða allir félagar velkomnir á hann. Að öðru leyti vísast til stjórnar listamannalauna, enda starfar úthlutunarnefnd á vegum hennar en ekki RSÍ.“ Helgi Ingólfsson telur þetta undanbrögð, enginn hafi haldið því fram að lög hafi verið brotin og enginn haldið því fram að neinn hafi verið rekinn. „En miðað við verklagsreglur, sem áttu að tryggja hlutlægni, hefur því verið fylgt að meðlimir í úthlutunarnefnd hafa setið í þrjú ár í senn. Farið var á svig við þær reglur með inngripi stjórnar RSÍ, sem hefur ekki svarað einni einustu af spurningum mínum.“
Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Birni var sparkað úr úthlutarnefndinni eftir eitt ár Fullyrðingar nefndarmanns stangast á við ítrekaðar yfirlýsingar Kristínar Helgu formanns Rithöfundasambandsins. 15. janúar 2016 14:50
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11