Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 14:39 Allir stjórnarmenn Rithöfundasambandsins fengu listamannalaun í heilt ár. vísir Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38