Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 16:19 Ljóst er að listamenn svíður sárt umræða um listamannalaunin, enda listmenn kallaðir skítapakk og afætur. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar glósu á Facebook-vegg sinn sem hefur heldur betur hitt í mark meðal kollega hennar sem dreifa skrifum hennar um samskiptamiðilinn. Tilefni skrifa Vilborgar eru viðbrögð við fregnum af úthlutun listmannalauna í gær. Vilborg er meðal þeirra rithöfunda sem fékk úthlutað starfslaunum í ár, auk þess sem hún fékk einn mánuð í ferðastyrk. Vilborg rekur sína stöðu sem rithöfundur, og má ljóst vera að tekjur hennar eru ekki háar, en segir í upphafi greinar sinnar: „Ég hef ætíð haldið mig til hlés þegar árleg úthlutun starfslaun er tilkynnt og aurmokstur yfir listafólk stendur yfir á samfélagsmiðlum. Látið mig hafa það þótt á stundum hafi svívirðingarnar sært og ég hef gætt þess vandlega að dóttir mín yngsta komist hvergi nærri skjánum þá daga sem þetta ástand gengur yfir. Í ár hef ég hugsað mér að taka til varna. Til að einfalda málið birtast hér fáein ummæli af samfélagsmiðlinum Facebook síðasta sólarhringinn sem ég ætla að svara hverjum fyrir sig.“Gildi listsköpunarÞá tekur hún valin ummæli af Facebook, frá fimm einstaklingum og svarar þeim ítarlega. Meðal athugsaemda sem Vilborg svarar eru: „Thorbjorn Olafsson: Sé eftir hverri einustu krónu skattgreiðenda í þessa hít.“ Og: „Heiðar Hrafn Eiríksson: Þannig að fólk getur t.d. farið í forsetaframboð á listamannalaunum frá ríkinu.“ Vilborg lýkur grein sinni á því að segja að skrifa megi mál um gildi þess „fyrir dvergþjóð sem vill halda áfram að hugsa og tala eigið tungumál að eiga vandaðar bókmenntir fyrir börn og fullorðna, skrifaðar af fólki sem hefur ritstörf að atvinnu og þarf ekki að lepja dauðann úr skel. Um gildi þess að efla listsköpun og menningu sem er sprottin úr íslenskum veruleika. Um mikilvægi þess að vera sanngjörn hvert við annað og kasta ekki grjóti úr glerhúsi.“Listamenn kallaðir afætur, blóðsugur og skítapakkOg áfram heldur rithöfundurinn að rekja raunir sínar og kollega sinna: „Sum þeirra sem fella sleggjudóma um okkur sem vinnum við listsköpun hafa atvinnu af því að veiða fisk úr sameiginlegri auðlind okkar allra, fyrir útgerð sem þarf ekki að gjalda þjóðinni nema málamyndaupphæð fyrir. Aðrir starfa við landbúnað sem er niðurgreiddur úr ríkissjóði svo skiptir milljörðum króna. Enn aðrir grafa jarðgöng sem kosta ríkissjóð stórar upphæðir og sumir vinna í umhverfismengandi álverum sem fá raforkuna okkar á miklum afslætti og kemur megninu af hagnaðinum úr landi. Ættum við öll að taka okkur til einu sinni á ári og ausa svívirðingum yfir hverja starfsstétt fyrir sig og nefna hana illum nöfnum eins og afætur, blóðsugur, jötulið og skítapakk?“ spyr Vilborg en greininni lýkur á orðunum: „Það mætti líka láta móðan mása um það að bókmenntir skapa fleirum atvinnu en rithöfundum einum, s.s. fjölda starfsfólks í bókaútgáfu, prentsmiðjum og bókabúðum. En nú er nóg víst nóg sagt og best að fara að koma sér til að vinna fyrir laununum sínum,“ skrifar Vilborg og kastar að endingu kveðju á skattgreiðendur: „Enn og aftur, kæru skattgreiðendur: Hjartans þakkir fyrir mig.“ Tengdar fréttir Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar glósu á Facebook-vegg sinn sem hefur heldur betur hitt í mark meðal kollega hennar sem dreifa skrifum hennar um samskiptamiðilinn. Tilefni skrifa Vilborgar eru viðbrögð við fregnum af úthlutun listmannalauna í gær. Vilborg er meðal þeirra rithöfunda sem fékk úthlutað starfslaunum í ár, auk þess sem hún fékk einn mánuð í ferðastyrk. Vilborg rekur sína stöðu sem rithöfundur, og má ljóst vera að tekjur hennar eru ekki háar, en segir í upphafi greinar sinnar: „Ég hef ætíð haldið mig til hlés þegar árleg úthlutun starfslaun er tilkynnt og aurmokstur yfir listafólk stendur yfir á samfélagsmiðlum. Látið mig hafa það þótt á stundum hafi svívirðingarnar sært og ég hef gætt þess vandlega að dóttir mín yngsta komist hvergi nærri skjánum þá daga sem þetta ástand gengur yfir. Í ár hef ég hugsað mér að taka til varna. Til að einfalda málið birtast hér fáein ummæli af samfélagsmiðlinum Facebook síðasta sólarhringinn sem ég ætla að svara hverjum fyrir sig.“Gildi listsköpunarÞá tekur hún valin ummæli af Facebook, frá fimm einstaklingum og svarar þeim ítarlega. Meðal athugsaemda sem Vilborg svarar eru: „Thorbjorn Olafsson: Sé eftir hverri einustu krónu skattgreiðenda í þessa hít.“ Og: „Heiðar Hrafn Eiríksson: Þannig að fólk getur t.d. farið í forsetaframboð á listamannalaunum frá ríkinu.“ Vilborg lýkur grein sinni á því að segja að skrifa megi mál um gildi þess „fyrir dvergþjóð sem vill halda áfram að hugsa og tala eigið tungumál að eiga vandaðar bókmenntir fyrir börn og fullorðna, skrifaðar af fólki sem hefur ritstörf að atvinnu og þarf ekki að lepja dauðann úr skel. Um gildi þess að efla listsköpun og menningu sem er sprottin úr íslenskum veruleika. Um mikilvægi þess að vera sanngjörn hvert við annað og kasta ekki grjóti úr glerhúsi.“Listamenn kallaðir afætur, blóðsugur og skítapakkOg áfram heldur rithöfundurinn að rekja raunir sínar og kollega sinna: „Sum þeirra sem fella sleggjudóma um okkur sem vinnum við listsköpun hafa atvinnu af því að veiða fisk úr sameiginlegri auðlind okkar allra, fyrir útgerð sem þarf ekki að gjalda þjóðinni nema málamyndaupphæð fyrir. Aðrir starfa við landbúnað sem er niðurgreiddur úr ríkissjóði svo skiptir milljörðum króna. Enn aðrir grafa jarðgöng sem kosta ríkissjóð stórar upphæðir og sumir vinna í umhverfismengandi álverum sem fá raforkuna okkar á miklum afslætti og kemur megninu af hagnaðinum úr landi. Ættum við öll að taka okkur til einu sinni á ári og ausa svívirðingum yfir hverja starfsstétt fyrir sig og nefna hana illum nöfnum eins og afætur, blóðsugur, jötulið og skítapakk?“ spyr Vilborg en greininni lýkur á orðunum: „Það mætti líka láta móðan mása um það að bókmenntir skapa fleirum atvinnu en rithöfundum einum, s.s. fjölda starfsfólks í bókaútgáfu, prentsmiðjum og bókabúðum. En nú er nóg víst nóg sagt og best að fara að koma sér til að vinna fyrir laununum sínum,“ skrifar Vilborg og kastar að endingu kveðju á skattgreiðendur: „Enn og aftur, kæru skattgreiðendur: Hjartans þakkir fyrir mig.“
Tengdar fréttir Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22
Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38