Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2016 18:00 Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30