Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45