NBA: Durant og Westbrook skoruðu 74 stig saman í New York | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 09:00 Kevin Durant og þjálfarinn Billy Donovan. Vísir/Getty Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan. NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan.
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum