Framleiðslu Land Rover Defender lokið á föstudaginn Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2016 09:32 Elísabet Englandsdrottning ekur Land Rover Defender. Framleiðslu á Land Rover Defender, hinum eina sanna Land Rover, verður hætt eftir 2 daga og síðasti slíki bíllinn rennur af færiböndunum í Solihull í West Midlands í Bretlandi á föstudaginn. Þessi framleiðsla hefur staðið óslitið frá árinu 1948 og spannar því 58 ár og fáir bílar hafa verið lengur í framleiðslu en hann. Land Rover Defender bílarnir hafa lifað með bresku konungsfjölskyldunni allt frá upphafi er konungur bresku krúnunnar, George VI, sá fyrsta slíka bílinn árið 1948 og Elísabet drottning eignaðist sinn fyrsta Defender árið 1952, en þá var hún nýtekin við sem krúnuhafi. Sjá má hana hér að ofan aka Land Rover Defender í Bretlandi. Lítil kveðjuathöfn fyrir starfsfólk verksmiðjunnar verður haldin í Solihull á föstudaginn. Sagt hefur verið að Defender bíllinn sé eins sjálfsagður á götum Lundúnaborgar sem og á stríðssvæðum víða um heiminn og víst er að hann hefur víða komið við á löngu æviskeiði sínu, ekki síst í sveitum hér á landi og enn eru til margir slíkir jeppar hérlendis. Heilu fyrirtækin í ferðaþjónustu hér hafa eingöngu Defender bíla í sinni þjónustu en þurfa nú að fjárfesta í nýjum gerðum bíla. Land Rover vinnur nú að smíði arftaka Defender, en hann kemur samt ekki á markað alveg strax. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Framleiðslu á Land Rover Defender, hinum eina sanna Land Rover, verður hætt eftir 2 daga og síðasti slíki bíllinn rennur af færiböndunum í Solihull í West Midlands í Bretlandi á föstudaginn. Þessi framleiðsla hefur staðið óslitið frá árinu 1948 og spannar því 58 ár og fáir bílar hafa verið lengur í framleiðslu en hann. Land Rover Defender bílarnir hafa lifað með bresku konungsfjölskyldunni allt frá upphafi er konungur bresku krúnunnar, George VI, sá fyrsta slíka bílinn árið 1948 og Elísabet drottning eignaðist sinn fyrsta Defender árið 1952, en þá var hún nýtekin við sem krúnuhafi. Sjá má hana hér að ofan aka Land Rover Defender í Bretlandi. Lítil kveðjuathöfn fyrir starfsfólk verksmiðjunnar verður haldin í Solihull á föstudaginn. Sagt hefur verið að Defender bíllinn sé eins sjálfsagður á götum Lundúnaborgar sem og á stríðssvæðum víða um heiminn og víst er að hann hefur víða komið við á löngu æviskeiði sínu, ekki síst í sveitum hér á landi og enn eru til margir slíkir jeppar hérlendis. Heilu fyrirtækin í ferðaþjónustu hér hafa eingöngu Defender bíla í sinni þjónustu en þurfa nú að fjárfesta í nýjum gerðum bíla. Land Rover vinnur nú að smíði arftaka Defender, en hann kemur samt ekki á markað alveg strax.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent