Framleiðslu Land Rover Defender lokið á föstudaginn Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2016 09:32 Elísabet Englandsdrottning ekur Land Rover Defender. Framleiðslu á Land Rover Defender, hinum eina sanna Land Rover, verður hætt eftir 2 daga og síðasti slíki bíllinn rennur af færiböndunum í Solihull í West Midlands í Bretlandi á föstudaginn. Þessi framleiðsla hefur staðið óslitið frá árinu 1948 og spannar því 58 ár og fáir bílar hafa verið lengur í framleiðslu en hann. Land Rover Defender bílarnir hafa lifað með bresku konungsfjölskyldunni allt frá upphafi er konungur bresku krúnunnar, George VI, sá fyrsta slíka bílinn árið 1948 og Elísabet drottning eignaðist sinn fyrsta Defender árið 1952, en þá var hún nýtekin við sem krúnuhafi. Sjá má hana hér að ofan aka Land Rover Defender í Bretlandi. Lítil kveðjuathöfn fyrir starfsfólk verksmiðjunnar verður haldin í Solihull á föstudaginn. Sagt hefur verið að Defender bíllinn sé eins sjálfsagður á götum Lundúnaborgar sem og á stríðssvæðum víða um heiminn og víst er að hann hefur víða komið við á löngu æviskeiði sínu, ekki síst í sveitum hér á landi og enn eru til margir slíkir jeppar hérlendis. Heilu fyrirtækin í ferðaþjónustu hér hafa eingöngu Defender bíla í sinni þjónustu en þurfa nú að fjárfesta í nýjum gerðum bíla. Land Rover vinnur nú að smíði arftaka Defender, en hann kemur samt ekki á markað alveg strax. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent
Framleiðslu á Land Rover Defender, hinum eina sanna Land Rover, verður hætt eftir 2 daga og síðasti slíki bíllinn rennur af færiböndunum í Solihull í West Midlands í Bretlandi á föstudaginn. Þessi framleiðsla hefur staðið óslitið frá árinu 1948 og spannar því 58 ár og fáir bílar hafa verið lengur í framleiðslu en hann. Land Rover Defender bílarnir hafa lifað með bresku konungsfjölskyldunni allt frá upphafi er konungur bresku krúnunnar, George VI, sá fyrsta slíka bílinn árið 1948 og Elísabet drottning eignaðist sinn fyrsta Defender árið 1952, en þá var hún nýtekin við sem krúnuhafi. Sjá má hana hér að ofan aka Land Rover Defender í Bretlandi. Lítil kveðjuathöfn fyrir starfsfólk verksmiðjunnar verður haldin í Solihull á föstudaginn. Sagt hefur verið að Defender bíllinn sé eins sjálfsagður á götum Lundúnaborgar sem og á stríðssvæðum víða um heiminn og víst er að hann hefur víða komið við á löngu æviskeiði sínu, ekki síst í sveitum hér á landi og enn eru til margir slíkir jeppar hérlendis. Heilu fyrirtækin í ferðaþjónustu hér hafa eingöngu Defender bíla í sinni þjónustu en þurfa nú að fjárfesta í nýjum gerðum bíla. Land Rover vinnur nú að smíði arftaka Defender, en hann kemur samt ekki á markað alveg strax.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent