Flugvél AA109 kaus að lenda ekki í Keflavík þrátt fyrir dularfull veikindi Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:30 Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Vísir/Getty/Flightradar Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira