Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2016 14:27 Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira