Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 07:13 Ted Cruz heilsar Chris Christie. Ben Carson er hér til hægri. Vísir/AFP Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Mótframbjóðendur Donalds Trump, sem eins og hann vilja verða forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gerðu grín að auðkýfingnum umdeilda í sjónvarpskappræðum á Fox fréttastöðinni í nótt. Trump mætti ekki í þáttinn en hann hafði krafist þess að spyrillinn Megyn Kelly yrði ekki í þættinum, en hann hefur gagnrýnt hana harðlega undanfarin misseri. Ekki var orðið við því og því ákvað Trump, sem mælist með mest fylgi í baráttunni, að sleppa því að mæta. Hann er þekktur fyrir að móðga meðframbjóðendur sína á sviði og því brugðu nokkrir þeirra á það ráð í nótt að móðga aðra frambjóðendur í gríni, með vísun í Trump og fjarveru hans. Trump og stuðningsmenn hans stóðu fyrir kosningafundi í Des Moines í Iowa, skammt frá staðnum þar sem kappræðurnar fóru fram, til heiðurs uppgjafarhermönnum. Forvöl stóru flokkanna tveggja hefjast á mánudaginn þegar kjósendur í Iowa ganga að kjörborðinu. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem mælist með næstmest fylgi á meðal frambjóðendanna, byrjaði á því að hæðast í gríni að þeim sem stóðu á sviðinu. „Ég er vitfirringur og allir á þessu sviði eru vitlausir, feitir og ljótir og Ben [Carson], þú ert ömurlegur skurðlæknir,“ sagði Cruz.Jeb Bush gerði sömuleiðis grín að Trump og sagðist sakna hans. Í frétt BBC kemur fram að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hafi heitið því að loka öllum þeim moskum í landinu sem ýta undir öfgastefnu. Sömuleiðis hét hann því að ógilda kjarnorkusamninginn við Írani á fyrsta degi sínum í stóri forseta, verði hann kjörinn. Baulað var á Cruz þegar hann sakaði spyrla Fox-stöðvarinnar um að hvetja til árása á hann.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05 Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47 Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18
Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagður tilbúinn að leggja milljarð dollara í framboðið. 23. janúar 2016 22:05
Dró Palin sundur og saman í háði Tina Fey sneri aftur í Saturday Night Live í gærkvöldi þar sem hún brá sér í líki fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. 24. janúar 2016 17:47
Trump hundsar kappræður Fox og Google Heimtar að Megyn Kelly stýri ekki kappræðnum en Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðenda í beinni. 27. janúar 2016 15:15
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32