Körfubolti

Draymond Green og Klay Thompson með Curry í Stjörnuleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klay Thompson, Stephen Curry og Draymond Green.
Klay Thompson, Stephen Curry og Draymond Green. Vísir/Getty
Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið.

Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum.

Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel.

Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði.

Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons.

Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar.

Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda.

Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.

Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:



Austudeildin - byrjunarlið

Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti)

Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti)

LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti)

Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti)

Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)

Austudeildin - bekkur

John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti)

Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti)

Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti)

Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti)

Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti)

DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti)

Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti)

Vesturdeildin - byrjunarlið

Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti)

Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti)

Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti)

Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti)

Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)

Vesturdeildin - bekkur

Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti)

James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti)

Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti)

DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti)

Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti)

Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti)

LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×