Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 12:45 Martavis Bryant. Vísir/Getty Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. Martavis Bryant kom Pittsburgh Steelers liðinu í 15-0 með mögnuðu snertimarki þar sem hann náði að grípa og halda boltanum á ótrúlegan hátt. Martavis Bryant tók heljarstökk með boltann í markinu en tókst bæði að lenda innan marka og að klemma boltann á milli fóta sér og snertimarkið var því dæmt gilt. Martavis Bryant skoraði eftir sendingu frá leikstjórnandanum Ben Roethlisberger sem hafði í aðdraganda leiksins kallað eftir því að Bryant væri harðari af sér inn á vellinum. Það er óhætt að segja að Bryant hafi svarað kalli leikstjórnanda síns sem hafði líka þá trú á kappanum að hann gaf á hann boltann í þessari erfiðu stöðu. Henry Birgir Gunnarsson lýsti því í nótt þegar Martavis Bryant skoraði þetta frábæra snertimark og það er hægt að sjá myndbandið og heyra lýsingu hans hér fyrir neðan. Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.Snertimark Martavis Bryant NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira
Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. Martavis Bryant kom Pittsburgh Steelers liðinu í 15-0 með mögnuðu snertimarki þar sem hann náði að grípa og halda boltanum á ótrúlegan hátt. Martavis Bryant tók heljarstökk með boltann í markinu en tókst bæði að lenda innan marka og að klemma boltann á milli fóta sér og snertimarkið var því dæmt gilt. Martavis Bryant skoraði eftir sendingu frá leikstjórnandanum Ben Roethlisberger sem hafði í aðdraganda leiksins kallað eftir því að Bryant væri harðari af sér inn á vellinum. Það er óhætt að segja að Bryant hafi svarað kalli leikstjórnanda síns sem hafði líka þá trú á kappanum að hann gaf á hann boltann í þessari erfiðu stöðu. Henry Birgir Gunnarsson lýsti því í nótt þegar Martavis Bryant skoraði þetta frábæra snertimark og það er hægt að sjá myndbandið og heyra lýsingu hans hér fyrir neðan. Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.Snertimark Martavis Bryant
NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18