Fjölmargir söfnuðust saman á strætum Parísarborgar í Frakklandi í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása ársins 2015, jafnt árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo sem og árásanna í nóvember síðastliðnum.
Mikil og ströng öryggisgæsla var á Lýðveldistorginu við minningarathöfn sem þar fór fram. Mættu þangað meðal annarra François Hollande Frakklandsforseti og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar. Þau lögðu blómsveig að styttunni á torginu og opinberuðu minnisvarða á torginu.
Lýðveldistorgið hefur, frá árásunum í nóvember, orðið óopinbert minnismerki árásanna sem og samkomustaður til að ræða tjáningarfrelsi og hin frönsku höfuðgildi, frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Tólf féllu fyrir hendi vígamanna í árásunum á skristofu Charlie Hebdo, fimm í árásum á matvöruverslun nokkrum dögum síðar og 130 í árásunum í nóvember.
Þúsundir minntust látinna

Tengdar fréttir

Ár liðið frá árásunum á skrifstofur Charlie Hebdo
Margir hafa lagt leið sína að götunni Rue Nicolas-Appert í 11. hverfi þar sem veggskjöldur til minningar um fórnarlömbin var afhjúpaður á þriðjudag.

Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum
Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið.

Charlie Hebdo minnist þess að eitt ár er liðið frá árásinni á skrifstofur blaðsins
Sérstakt eintak af ádeilublaðinu Charlie Hebdo kom út í dag. Fimm teikningar eftir teiknara sem létust í árásinni á skrifstofur blaðsins eru í sérútgáfunni.