Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 23:34 Lögregla í Köln hefur haft í nægu að snúast frá áramótum. Vísir/Getty Yfirvöld í Þýskalandi segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. Áform þýskra stjórnvalda eru lögð fram í kjölfar hrottalegra árása á konur í borginni Köln á gamlárskvöld. Árásirnar hafa vakið óhug í Þýskalandi en enginn þeirra nítján sem grunaðir eru um þær er þýskur ríkisborgari. Þjóðverjar tóku á móti rúmlega milljón hælisleitendum í fyrra og kenna öfgasamtök á borð við Pegida straumi flóttamanna inn í landið um árásirnar.Sjá einnig: Íslendingur í Köln - „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að markmiðið með fyrirhuguðu breytingunum sé að auðvelda framsal erlendra glæpamanna og að draga til baka veitt hæli í ákveðnum tilvikum. Hann leggur þó áherslu á það að ekki allir flóttamenn séu grunaðir glæpamenn. Þá segir Maas að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt þýskri löggjöf sé of þröng og hana þurfi að víkka. Lögregla í Köln segir að nærri helmingur þeirra 533 kæra sem lögreglu barst frá konum eftir árásirnar snúi að meintum kynferðisbrotum. Flóttamenn Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. Áform þýskra stjórnvalda eru lögð fram í kjölfar hrottalegra árása á konur í borginni Köln á gamlárskvöld. Árásirnar hafa vakið óhug í Þýskalandi en enginn þeirra nítján sem grunaðir eru um þær er þýskur ríkisborgari. Þjóðverjar tóku á móti rúmlega milljón hælisleitendum í fyrra og kenna öfgasamtök á borð við Pegida straumi flóttamanna inn í landið um árásirnar.Sjá einnig: Íslendingur í Köln - „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, segir að markmiðið með fyrirhuguðu breytingunum sé að auðvelda framsal erlendra glæpamanna og að draga til baka veitt hæli í ákveðnum tilvikum. Hann leggur þó áherslu á það að ekki allir flóttamenn séu grunaðir glæpamenn. Þá segir Maas að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt þýskri löggjöf sé of þröng og hana þurfi að víkka. Lögregla í Köln segir að nærri helmingur þeirra 533 kæra sem lögreglu barst frá konum eftir árásirnar snúi að meintum kynferðisbrotum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00
Merkel vill allt upp á borðið Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið. 9. janúar 2016 07:00