Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2016 13:11 Stjórn Rithöfundasambands Íslands skipa Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Andri Snær Magnason meðstjórnandi, Jón Kalman Stefánsson varaformaður, Hallgrímur Helgason meðstjórnandi og Vilborg Davíðsdóttir meðstjórnandi. Vísir Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin. Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands segist hafa setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum sínum eftir að allir í stjórn sambandsins fengu tólf mánaða listamannalaun vegna ákvörðunar þriggja manna nefndar sem stjórnin valdi sjálf.Sjá einnig: Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að hún hafi verið ásökuð um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna nefndarmanna í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem sambandinu ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Segist stjórnin hafa fengið til liðs við sig Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög Bandalags íslenskra listamanna sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. „Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Frá stjórn RSÍ.Kæru félagar.Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra.Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð á því vankanta hingað til. Stjórnin hreyfist hratt og við erfum vinnureglur frá þeim sem fyrir voru. Meirihluti stjórnar tók sæti í fyrra og formaður í hitteðfyrra. Þrír stólar eru lausir í stjórn í vor, þar með talin sæti formanns og varaformanns.Umrædd úthlutunarnefnd tekur líka árlega breytingum og endurnýjar sig alfarið á þriggja ára fresti. Þannig er gegnsæi mikið í þessu ferli og allir sem að málum hafa komið hafa vandað sig hið ýtrasta, leitað til fræðasamfélagsins og í þekkingarbrunninn á skrifstofu RSÍ. Að auki hefur þess sérstaklega verið gætt að úthlutunarnefnd tengist hvorki útgáfum, einstökum höfundum né stjórn RSÍ á nokkurn hátt. Þetta er vinnutilhögun sem hefur gengið á milli félagsmanna sem koma og fara úr stjórn.Það er einnig mjög alvarlegt að saka fagfólkið, sem tók að sér vanþakkað starf úthlutunarnefndar hjá Stjórn listamannalauna, um að vera á mála hjá stjórn RSÍ.Ekkert vinnulag er fullkomið og þaðan af síður endanlegt. Sífelldrar endurskoðunar er þörf og hér þarf að lengja arminn þótt ljóst megi vera að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri hafi unnið sína vinnu af nákvæmni, hlutleysi og heilindum.Við höfum fengið til liðs við okkur Bandalag íslenskra listamanna og stofnað starfshóp sem mun á næstunni móta vinnureglur fyrir þau aðildarfélög BÍL sem eiga að senda ráðuneytinu tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. Í starfshópnum eru ekki listamenn sem þiggja listamannalaun, heldur fulltrúar fræðasamfélagsins og fyrrverandi meðlimir stjórnar listamannalauna. Við væntum þess að fá frá þessu góða fólki skýrar tillögur að vinnulagi með fjarlægð á stjórnir félaganna og hið pólitíska vald í huga , en með faglega þekkingu og kunnáttu við mat á listgreinum að leiðarljósi, eins og við höfum ætíð haft.Þegar þessar tillögur liggja fyrir höldum við félagsfund og ræðum málin.
Tengdar fréttir Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00