Vill leika Pútín Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 17:56 DiCaprio virðist hafa mikinn áhuga á Pútín, að minnsta kosti sem leiklistaráskorun. vísir/getty Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk. Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira