Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 18:30 Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.
Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30