Svona verður íþróttaárið 2016 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Íslenskir íþróttamenn verða áfram í sviðsljósinu á nýju ári og Fréttablaðið skoðar í dag mögulega íslenska íþróttahápunkta á næstu tólf mánuðum.Evrópumeistaramótið í Frakklandi 10. júní til 10. júlí Það verður einhver stærsta stund íþróttasögu Íslands þegar A-landslið karla í knattspyrnu keppir á sínu fyrsta stórmóti. Ísland verður í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og hefur keppni gegn sjálfum Cristiano Ronaldo og portúgölskum löndum hans þann 14. júní í St. Etienne. Búist er við fjölda stuðningsmanna Íslands til Frakklands og er líklegt að almennt knattspyrnubrjálæði leggist yfir Ísland fyrri part sumars.Guðjón Valur Sigurðsson.VísirEM í Póllandi 15.-31. janúar Strákarnir okkar fara enn og aftur á stórmót í handbolta í upphafi nýs árs og nú er það Evrópumeistaramót. Árangurinn á HM í Katar voru vonbrigði, sérstaklega þar sem Íslandi mistókst að komast inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Sá möguleiki er enn fyrir hendi en til þess þarf liðið að ná góðum árangri í Póllandi, sem þetta sterka og þaulreynda landslið sem Ísland á hefur vissulega alla burði til að gera.EM í sundi 9.-22. maí Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust báðar í úrslit á HM í 50 m laug í fyrra og ættu því að eiga möguleika á að berjast um verðlaun á EM í 50 m laug sem fer fram í London, þar sem þær kepptu báðar á Ólympíuleikunum 2012. Anton Sveinn McKee er einnig líklegur til afreka.Eygló Ósk og Hrafnhildur.Vísir/ErnirÓlympíuleikarnir í Ríó 5.-21. ágúst Risastórt íþróttaár nær hámarki í Brasilíu sem verður gestgjafi Ólympíuleikanna í þetta sinn. Þeir fara fram í Ríó de Janeiro, næststærstu borg Brasilíu, og er búist við stórfenglegum leikum. Fimm íslenskir íþróttamenn eru þegar öruggir með þátttökurétt á leikunum - frjálsíþróttakonurnar Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir og svo sundfólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fleiri vinna að því að vinna sér keppnisrétt á leikunum. Meðal þeirra má nefna keppendur sem hafa farið áður á Ólympíuleika, svo sem júdómanninn Þormóð Jónsson, skyttuna Ásgeir Sigurgeirsson, karlalandsliðið í handbolta og boðsundssveit kvenna í sundi. Fjöldi annarra sérsambanda er svo að vinna að því að koma sínu fólki á leikana en þeirra á meðal má nefna fimleika, taekwondo, bogfimi, skylmingar, badminton, hnefaleika og lyftingar.Margrét Lára Viðarsdóttir.VísirUndankeppni EM 2017 Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, körfubolta og handbolta eru öll að keppa um að komast á lokakeppni EM í sínum greinum. Knattspyrnukonurnar standa vel að vígi eftir sigra í fyrstu þremur leikjunum sínum en búast má við því að róðurinn verði þyngri fyrir handbolta- og körfuboltakonurnar.Evrópumótaröðin í golfi Ísland eignaðist fullan þátttakanda á Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð á meðal 30 efstu á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina undir lok síðasta árs. Þann magnaða árangur tryggði hún með því að fá fugl á síðustu holu sinni í mótinu. Valdís Þóra Jónsdóttir tók einnig þátt í úrtökumótinu og var nálægt því að fara jafnlangt og Ólafía Þórunn, sem fylgir nú í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Birgis Leifs Hafþórssonar. Fram undan er því langt og strangt keppnistímabil hjá hinum 22 ára Reykvíkingi en það hefst í Nýja-Sjálandi í febrúar. Svo taka við mót í Ástralíu, Kína og Marokkó áður en mótin koma til Evrópu.Kvennalandsliðið í hópfimleikum.VísirEM í hópfimleikum 10.-16. október Ísland varð Evrópumeistari kvenna í greininni árin 2010 og 2012 en missti titilinn til Svíþjóðar þegar mótið fór fram hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Í ár verður EM haldið í Slóveníu og munu stelpurnar þá gera atlögu að því að fá Evrópumeistaratitilinn aftur heim.Ólympíumót fatlaðra 7.-18. september Helgi Sveinsson og Jón Margeir Sverrisson munu berjast um verðlaun í Rió í haust og ekki er útilokað að fleiri muni láta til sín taka. Jón Margeir vann gull í London fyrir fjórum árum og Helgi er heimsmethafi í spjótkasti í sínum fötlunarflokki.EM í Frjálsum 6.-10. júlí Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir hita upp fyrir Ólympíuleikana í Ríó á EM sem fer fram í Amsterdam í sumar. Þar geta þær blandað sér í baráttu um efstu sæti. Þetta verður síðasta tækifæri til að vinna sér inn þátttökurétt á ÓL fyrir aðra íslenska keppendur sem fara til Amsterdam.Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkona.VísirKraftlyftingarÍsland á fjölda keppenda í fremstu röð í heimsvísu í kraftlyftingum. Fanney Hauksdóttir er ríkjandi Evrópumeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki og þeir Viktor Samúelsson og Júlían J. K. Jóhannsson hafa unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Öll eiga möguleika á að gera enn betur í ár. Gunnar Nelson Tap Gunnars Nelson fyrir Demian Maia í Las Vegas í síðasta mánuði var lærdómsríkt fyrir okkar mann. Vonir standa til að hann verði fljótur að hrista það af sér og að hann taki minnst þrjá bardaga á þessu ári, þar sem hann mun freista þess á ný að klífa metorðastiga UFC.Eurobasket 2017 Þátttaka Íslands á Eurobasket í Berlín í fyrra er mönnum enn í fersku minni. Undankeppni fyrir næstu keppni, sem fer fram í fjórum löndum (Finnlandi, Ísrael, Tyrklandi og Rúmeníu) á næsta ári, hefst 31. ágúst og lýkur 17. september. Leikið verður í fjögurra liða riðlum en dregið verður í þá í Þýskalandi þann 22. janúar. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn verða áfram í sviðsljósinu á nýju ári og Fréttablaðið skoðar í dag mögulega íslenska íþróttahápunkta á næstu tólf mánuðum.Evrópumeistaramótið í Frakklandi 10. júní til 10. júlí Það verður einhver stærsta stund íþróttasögu Íslands þegar A-landslið karla í knattspyrnu keppir á sínu fyrsta stórmóti. Ísland verður í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og hefur keppni gegn sjálfum Cristiano Ronaldo og portúgölskum löndum hans þann 14. júní í St. Etienne. Búist er við fjölda stuðningsmanna Íslands til Frakklands og er líklegt að almennt knattspyrnubrjálæði leggist yfir Ísland fyrri part sumars.Guðjón Valur Sigurðsson.VísirEM í Póllandi 15.-31. janúar Strákarnir okkar fara enn og aftur á stórmót í handbolta í upphafi nýs árs og nú er það Evrópumeistaramót. Árangurinn á HM í Katar voru vonbrigði, sérstaklega þar sem Íslandi mistókst að komast inn í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Sá möguleiki er enn fyrir hendi en til þess þarf liðið að ná góðum árangri í Póllandi, sem þetta sterka og þaulreynda landslið sem Ísland á hefur vissulega alla burði til að gera.EM í sundi 9.-22. maí Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir komust báðar í úrslit á HM í 50 m laug í fyrra og ættu því að eiga möguleika á að berjast um verðlaun á EM í 50 m laug sem fer fram í London, þar sem þær kepptu báðar á Ólympíuleikunum 2012. Anton Sveinn McKee er einnig líklegur til afreka.Eygló Ósk og Hrafnhildur.Vísir/ErnirÓlympíuleikarnir í Ríó 5.-21. ágúst Risastórt íþróttaár nær hámarki í Brasilíu sem verður gestgjafi Ólympíuleikanna í þetta sinn. Þeir fara fram í Ríó de Janeiro, næststærstu borg Brasilíu, og er búist við stórfenglegum leikum. Fimm íslenskir íþróttamenn eru þegar öruggir með þátttökurétt á leikunum - frjálsíþróttakonurnar Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir og svo sundfólkið Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Fleiri vinna að því að vinna sér keppnisrétt á leikunum. Meðal þeirra má nefna keppendur sem hafa farið áður á Ólympíuleika, svo sem júdómanninn Þormóð Jónsson, skyttuna Ásgeir Sigurgeirsson, karlalandsliðið í handbolta og boðsundssveit kvenna í sundi. Fjöldi annarra sérsambanda er svo að vinna að því að koma sínu fólki á leikana en þeirra á meðal má nefna fimleika, taekwondo, bogfimi, skylmingar, badminton, hnefaleika og lyftingar.Margrét Lára Viðarsdóttir.VísirUndankeppni EM 2017 Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, körfubolta og handbolta eru öll að keppa um að komast á lokakeppni EM í sínum greinum. Knattspyrnukonurnar standa vel að vígi eftir sigra í fyrstu þremur leikjunum sínum en búast má við því að róðurinn verði þyngri fyrir handbolta- og körfuboltakonurnar.Evrópumótaröðin í golfi Ísland eignaðist fullan þátttakanda á Evrópumótaröð kvenna í golfi þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð á meðal 30 efstu á lokaúrtökumótinu fyrir mótaröðina undir lok síðasta árs. Þann magnaða árangur tryggði hún með því að fá fugl á síðustu holu sinni í mótinu. Valdís Þóra Jónsdóttir tók einnig þátt í úrtökumótinu og var nálægt því að fara jafnlangt og Ólafía Þórunn, sem fylgir nú í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Birgis Leifs Hafþórssonar. Fram undan er því langt og strangt keppnistímabil hjá hinum 22 ára Reykvíkingi en það hefst í Nýja-Sjálandi í febrúar. Svo taka við mót í Ástralíu, Kína og Marokkó áður en mótin koma til Evrópu.Kvennalandsliðið í hópfimleikum.VísirEM í hópfimleikum 10.-16. október Ísland varð Evrópumeistari kvenna í greininni árin 2010 og 2012 en missti titilinn til Svíþjóðar þegar mótið fór fram hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Í ár verður EM haldið í Slóveníu og munu stelpurnar þá gera atlögu að því að fá Evrópumeistaratitilinn aftur heim.Ólympíumót fatlaðra 7.-18. september Helgi Sveinsson og Jón Margeir Sverrisson munu berjast um verðlaun í Rió í haust og ekki er útilokað að fleiri muni láta til sín taka. Jón Margeir vann gull í London fyrir fjórum árum og Helgi er heimsmethafi í spjótkasti í sínum fötlunarflokki.EM í Frjálsum 6.-10. júlí Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir hita upp fyrir Ólympíuleikana í Ríó á EM sem fer fram í Amsterdam í sumar. Þar geta þær blandað sér í baráttu um efstu sæti. Þetta verður síðasta tækifæri til að vinna sér inn þátttökurétt á ÓL fyrir aðra íslenska keppendur sem fara til Amsterdam.Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkona.VísirKraftlyftingarÍsland á fjölda keppenda í fremstu röð í heimsvísu í kraftlyftingum. Fanney Hauksdóttir er ríkjandi Evrópumeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki og þeir Viktor Samúelsson og Júlían J. K. Jóhannsson hafa unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Öll eiga möguleika á að gera enn betur í ár. Gunnar Nelson Tap Gunnars Nelson fyrir Demian Maia í Las Vegas í síðasta mánuði var lærdómsríkt fyrir okkar mann. Vonir standa til að hann verði fljótur að hrista það af sér og að hann taki minnst þrjá bardaga á þessu ári, þar sem hann mun freista þess á ný að klífa metorðastiga UFC.Eurobasket 2017 Þátttaka Íslands á Eurobasket í Berlín í fyrra er mönnum enn í fersku minni. Undankeppni fyrir næstu keppni, sem fer fram í fjórum löndum (Finnlandi, Ísrael, Tyrklandi og Rúmeníu) á næsta ári, hefst 31. ágúst og lýkur 17. september. Leikið verður í fjögurra liða riðlum en dregið verður í þá í Þýskalandi þann 22. janúar.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira