Golden State og San Antonio óstöðvandi á heimavelli | Curry meiddist á ný 3. janúar 2016 11:00 Draymond Green fór á kostum í leiknum í nótt með þrefalda tvennu. Vísir/getty Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum: NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum:
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira