Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. janúar 2016 07:15 Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísir/AFP Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira