Fréttir af bardögum í UFC og þá helst myndbönd af þeim voru níu af 20 vinsælustu íþróttafréttunum á Vísi árið 2015.
Gunnar Nelson var að vanda mjög vinsæll en Íslendingar virðast einnig hafa tekið miklu ástfóstri við írska Íslandsvininn Conor McGregor og hina bandarísku Rondu Rousey.
Vinsælasta fréttin á íþróttavef Vísis 2015 var þó viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem tekið var rétt fyrir HM í Katar 15. janúar.
Fyrirliðinn tók ekki þátt í undirbúningsmóti íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið þar sem sonur hans lá veikur á spítala.
„Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta,“ sagði Guðjón Valur.
Viðtalið við Guðjón Val var ein af fimm fréttum frá Katar á síðasta ári sem komst á topp 20 listann en mikill áhugi var fyrir mótinu miðað við lestur.
Efsta fótboltafréttin var frásögn Lars Lagerbäcks, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, af því hver átti raunverulega hugmyndina að fá hann til Íslands en miklar vangaveltur voru um það á árinu.
Ein körfuboltafrétt læddist inn á topp 20 en það var bein textalýsing frá oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla en það var vafalítið besti leikur síðasta tímabils.
Hér að neðan má sjá 20 vinsælustu íþróttafréttir Vísis árið 2015:
1. Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti
2. Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch
3. Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum
4. Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands
5. Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast
6. Eru Egyptar að tapa viljandi?
7. Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons
8. Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari
9. Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik
10. Gunnar: Ég var lélegur
11. Búið að ákveða úrslitin fyrir leik
12. Í beinni: Gunnar og Conor á stóra sviðinu
13. Í beinni: KR - Njarðvík | Allt undir í Vesturbænum
14. Ásgeir um rifrildið við Björgvin: Á ekki að gerast
15. Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson
16. Sjáðu fyrsta tap Rondu
17. Óvíst með þátttöku Björgvins gegn Dönum
18. Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli
19. Fékk bréf frá eiginkonu mannsins sem hún kyssti í Boston-maraþoninu
20. Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband

