Nýr styrkleikalisti er kominn út hjá UFC og Gunnar Nelson er við það að detta út af lista hjá sambandinu.
Gunnar fellur nefnilega niður í fimmtánda og síðasta sætið á listanum. Hann hefur sætaskipti við Thiago Alves þós vo hvorugur þeirra hafi barist frá því síðasti listi var gefinn út. Gunnar þarf því væntanlega að vinna næsta bardaga til þess að halda sér inn á listanum.
Aðeins tvær breytingar voru á veltivigtarlistanum. Gunnar og Alves skiptu um sæti og Neil Magny og Stephen Thompson gerðu það líka. Magny fer í áttunda sætið en Thompson níunda.
Þessi styrkleikalisti er gríðarlega umdeildur og margir skilja hreinlega ekki forsendurnar sem menn hafa fyrir sér. Breytingarnar á pund fyrir pund-listanum að þessu sinni eru ekki til að hjálpa þeim sem lítið skilja í listanum.
Jon Jones tók toppsætið af Demetrious Johnson þó svo hvorugur þeirra hafi verið að berjast. Einnig féll heimsmeistarinn í þungavigt, Fabricio Werdum, niður um tvö sæti á pund fyrir pund listanum þó svo hann hafi ekki keppt.
Conor McGregor situr enn í þriðja sæti á pund fyrir pund listanum.
Gunnar fellur um eitt sæti hjá UFC

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis
Bardagakappinn efstur í kosningunni annað árið í röð.

Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi
Fréttir af Gunnari Nelson, Conor McGregor og Rondu Rousey voru mjög vinsælar á Vísi á síðasta ári.