Obama með tilfinningaþrungna ræðu um byssueign Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 18:30 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni. Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni.
Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira