Langar að verða vísindamaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 10:15 „Það var gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða,” segir Þorgeir Atli. Vísir/Ernir Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson lagði mikla vinnu í að útbúa fallega jólakveðju til að senda á krakkarúv. Hann gerði 56 tilraunir og mamma hans bjó til myndband úr þeim. Hér fáum við að kynnast þessum ljúflingi nánar.Hvað er að frétta af skólanum Þorgeir Atli? Ég er í 3. bekk Vesturbæjarskóla og finnst skemmtilegast í smíði og tónmennt. Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri.Áttu fleiri áhugamál? Mér finnst vísindi skemmtilegust og hef líka áhuga á lego, teiknimyndum, körfubolta og leiklist.Hvað hefur þú gert skemmtilegt í jólafríinu? Ég fór vestur á Ísafjörð og Flateyri og það var gaman. Það var líka gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða.Ferðu oft út á land? Já ég fer svolítið oft. Ég á svo mikið af góðu fólki sem býr úti á landi og er duglegur að heimsækja það. Aðallega fer ég til Ísafjarðar og Flateyrar. Ég á nefnilega átta ömmur og sex afa. En í sumar fór ég hringinn í kringum landið með mömmum mínum.Hvað er mest spennandi fyrir vestan? Mér finnst mest spennandi að vera á Flateyri því þar er hægt að leika úti án þess að hafa áhyggjur af bílum og svoleiðis. Svo finnst mér líka mjög spennandi að vera inní skógi hjá ömmu Stínu og afa Gunnari.Hefur þú lesið einhverja bók nýlega? Já, við mamma erum búin að lesa Harry Potter 1, 2 og 3. Við ætlum sko að klára að lesa allar bækurnar saman, svo ætlum við að horfa á allar myndirnar saman.Áttu þér uppáhaldsspil? Já, Svindlandi Mölur. Það er svo fyndið að spila það spil með fjölskyldunni.Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar til að verða vísindamaður því ég hef mestan áhuga á því. Mér finnst svo spennandi að búa til alls konar hluti sem hafa ekki verið búnir til áður, með því að fá hugmyndir og vera duglegur að æfa mig og læra sem mest. Krakkar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson lagði mikla vinnu í að útbúa fallega jólakveðju til að senda á krakkarúv. Hann gerði 56 tilraunir og mamma hans bjó til myndband úr þeim. Hér fáum við að kynnast þessum ljúflingi nánar.Hvað er að frétta af skólanum Þorgeir Atli? Ég er í 3. bekk Vesturbæjarskóla og finnst skemmtilegast í smíði og tónmennt. Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri.Áttu fleiri áhugamál? Mér finnst vísindi skemmtilegust og hef líka áhuga á lego, teiknimyndum, körfubolta og leiklist.Hvað hefur þú gert skemmtilegt í jólafríinu? Ég fór vestur á Ísafjörð og Flateyri og það var gaman. Það var líka gaman að jólakveðjan mín gerði marga glaða.Ferðu oft út á land? Já ég fer svolítið oft. Ég á svo mikið af góðu fólki sem býr úti á landi og er duglegur að heimsækja það. Aðallega fer ég til Ísafjarðar og Flateyrar. Ég á nefnilega átta ömmur og sex afa. En í sumar fór ég hringinn í kringum landið með mömmum mínum.Hvað er mest spennandi fyrir vestan? Mér finnst mest spennandi að vera á Flateyri því þar er hægt að leika úti án þess að hafa áhyggjur af bílum og svoleiðis. Svo finnst mér líka mjög spennandi að vera inní skógi hjá ömmu Stínu og afa Gunnari.Hefur þú lesið einhverja bók nýlega? Já, við mamma erum búin að lesa Harry Potter 1, 2 og 3. Við ætlum sko að klára að lesa allar bækurnar saman, svo ætlum við að horfa á allar myndirnar saman.Áttu þér uppáhaldsspil? Já, Svindlandi Mölur. Það er svo fyndið að spila það spil með fjölskyldunni.Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar til að verða vísindamaður því ég hef mestan áhuga á því. Mér finnst svo spennandi að búa til alls konar hluti sem hafa ekki verið búnir til áður, með því að fá hugmyndir og vera duglegur að æfa mig og læra sem mest.
Krakkar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira