Leiðin að markmiðinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Heimsþing mannréttindasamtakanna Amnesty International samþykkti í vikunni umdeilda tillögu um að refsingum yrði aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar. Fréttir af tillögunni bárust almenningi nokkru fyrir þingið sjálft og allt varð vitlaust. Ekki síður erlendis en hér á landi. Margir hafa lýst því yfir að þeir muni láta af stuðningi sínum við samtökin vegna þessarar samþykktar. Umræðan um vændi er eldfim og hér einkenndist hún í aðdraganda þingsins mikið af upphrópunum, þó vissulega hafi kunnáttufólk lýst sinni sýn á málið. Minna fór fyrir umræðu um sjálfa tillöguna og rannsóknum samtakanna, enda lá tillagan ekki fyrir fyrr en að þinginu loknu. Samþykktin snýst ekki um hvort vændi sé atvinnugrein eða um rétt til þess að nýta eigin líkamana með hvers kyns hætti. Umræðan snýst um hvaða leið sé réttast að fara til þess að réttur kynlífsstarfsmanna til lífs, til heilsu og húsaskjóls og réttur til lífs án misnotkunar og valdbeitingar sé tryggður með sem bestum hætti. Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty, segir að kynlífsstarfsmenn (e. sex workers) séu einn mest jaðarsetti hópur í heimi: „…sem í flestum tilfellum stendur frammi fyrir stöðugri hættu af mismunun, ofbeldi og misnotkun“. Flestir virðast vera sammála um að grípa þurfi til aðgerða til þess að vernda kynlífsstarfsmenn fyrir misnotkun, mansali og ofbeldi. Fólk greinir hins vegar á um hver sé rétta leiðin að því markmiði. Þær aðferðir sem hingað til hefur verið notast við tryggja því miður ekki grundvallarmannréttindi kynlífsstarfsmanna. Á Íslandi hefur verið farin hin svokallaða sænska leið; kaup á vændi eru bönnuð en sala þess lögleg. UN Women á Íslandi hafa talað fyrir þeirri leið á alþjóðavettvangi. Þau samtök hafa samt sem áður ekki treyst sér til að taka yfirlýsta afstöðu hvað afglæpavæðingu vændis varðar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig sænska leiðin hefur lukkast hér. Í því samhengi verður að hafa í huga að norrænt velferðarkerfi, og oft og tíðum velferðarkerfi yfir höfuð, eru réttindi sem ekki þekkjast víðast hvar. Stjórnarskrárbundinn réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, örbirgðar og verndar og velferðar er þorra heimsins ókunnur. Amnesty International eru samkvæmt orðanna hljóðan alþjóðasamtök og miða tillögur og samþykktir sínar út frá því. Í tilkynningu Amnesty International kemur fram að ríki heimsins skuli skuldbinda sig samhliða lögleiðingu til að tryggja kynlífsstarfsmönnum lagalega vernd fyrir misnotkun, mansali og ofbeldi. Tilgangur mannréttindasamtakanna með samþykkt sinni er augljós. Að bæta líf þeirra sem eru fastir í viðjum vændis og tryggja að þeir verði fyrir sem minnstum skaða. Hvort tilganginum verði náð skal ósagt látið. En það má ekki gleymast í hita leiksins að fjölmenn og áhrifamikil alþjóðasamtök eins og Amnesty, sem hafa það markmið eitt að berjast gegn mannréttindabrotum og krefjast réttlætis fyrir þá sem hafa mátt þola slík brot, eru nauðsynleg. Í gegnum árin hafa samtökin barist fyrir afnámi dauðarefsinga, gegn pyndingum og hryðjuverkum, gegn fangelsun samviskufanga og verndað réttindi flótta- og farandfólks og þeirra sem eru fastir í viðjum fátæktar svo eitthvað sé nefnt. Það starf er ómetanlegt og þarf að halda áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Heimsþing mannréttindasamtakanna Amnesty International samþykkti í vikunni umdeilda tillögu um að refsingum yrði aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar. Fréttir af tillögunni bárust almenningi nokkru fyrir þingið sjálft og allt varð vitlaust. Ekki síður erlendis en hér á landi. Margir hafa lýst því yfir að þeir muni láta af stuðningi sínum við samtökin vegna þessarar samþykktar. Umræðan um vændi er eldfim og hér einkenndist hún í aðdraganda þingsins mikið af upphrópunum, þó vissulega hafi kunnáttufólk lýst sinni sýn á málið. Minna fór fyrir umræðu um sjálfa tillöguna og rannsóknum samtakanna, enda lá tillagan ekki fyrir fyrr en að þinginu loknu. Samþykktin snýst ekki um hvort vændi sé atvinnugrein eða um rétt til þess að nýta eigin líkamana með hvers kyns hætti. Umræðan snýst um hvaða leið sé réttast að fara til þess að réttur kynlífsstarfsmanna til lífs, til heilsu og húsaskjóls og réttur til lífs án misnotkunar og valdbeitingar sé tryggður með sem bestum hætti. Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty, segir að kynlífsstarfsmenn (e. sex workers) séu einn mest jaðarsetti hópur í heimi: „…sem í flestum tilfellum stendur frammi fyrir stöðugri hættu af mismunun, ofbeldi og misnotkun“. Flestir virðast vera sammála um að grípa þurfi til aðgerða til þess að vernda kynlífsstarfsmenn fyrir misnotkun, mansali og ofbeldi. Fólk greinir hins vegar á um hver sé rétta leiðin að því markmiði. Þær aðferðir sem hingað til hefur verið notast við tryggja því miður ekki grundvallarmannréttindi kynlífsstarfsmanna. Á Íslandi hefur verið farin hin svokallaða sænska leið; kaup á vændi eru bönnuð en sala þess lögleg. UN Women á Íslandi hafa talað fyrir þeirri leið á alþjóðavettvangi. Þau samtök hafa samt sem áður ekki treyst sér til að taka yfirlýsta afstöðu hvað afglæpavæðingu vændis varðar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig sænska leiðin hefur lukkast hér. Í því samhengi verður að hafa í huga að norrænt velferðarkerfi, og oft og tíðum velferðarkerfi yfir höfuð, eru réttindi sem ekki þekkjast víðast hvar. Stjórnarskrárbundinn réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, örbirgðar og verndar og velferðar er þorra heimsins ókunnur. Amnesty International eru samkvæmt orðanna hljóðan alþjóðasamtök og miða tillögur og samþykktir sínar út frá því. Í tilkynningu Amnesty International kemur fram að ríki heimsins skuli skuldbinda sig samhliða lögleiðingu til að tryggja kynlífsstarfsmönnum lagalega vernd fyrir misnotkun, mansali og ofbeldi. Tilgangur mannréttindasamtakanna með samþykkt sinni er augljós. Að bæta líf þeirra sem eru fastir í viðjum vændis og tryggja að þeir verði fyrir sem minnstum skaða. Hvort tilganginum verði náð skal ósagt látið. En það má ekki gleymast í hita leiksins að fjölmenn og áhrifamikil alþjóðasamtök eins og Amnesty, sem hafa það markmið eitt að berjast gegn mannréttindabrotum og krefjast réttlætis fyrir þá sem hafa mátt þola slík brot, eru nauðsynleg. Í gegnum árin hafa samtökin barist fyrir afnámi dauðarefsinga, gegn pyndingum og hryðjuverkum, gegn fangelsun samviskufanga og verndað réttindi flótta- og farandfólks og þeirra sem eru fastir í viðjum fátæktar svo eitthvað sé nefnt. Það starf er ómetanlegt og þarf að halda áfram.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun