Annasamt ár hjá Björk Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 14:00 Björk hefur komið víða við á árinu. Mynd/Garðar Kjartansson Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5 Airwaves Björk Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5
Airwaves Björk Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira