Ísland úr NATO! Ögmundur Jónasson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun