Kemur þúsundasta stig Jón Arnórs gegn Hollendingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Búast má við því að Jón Arnór setji niður þúsundasta stigið í öðrum hvorum leiknum gegn Hollandi. Fréttablaðið/Anton Brink Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30
Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum