Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar Ingvar Haraldsson skrifar 4. ágúst 2015 09:00 gay pride Lára segir að það þýði lítið fyrir Íslendinga að gefa sig út fyrir frjálslyndi ef samkynhneigð hjón geti ekki skilið hér á landi.fréttablaðið/vilhelm Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira