Að bora í nefið í beinni útsendingu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Stundum eru Íslendingar eins og bílstjórar í hreyfingarlausum bíl; halda að þeir séu huldir sjónum þeirra sem fyrir utan standa og því taki enginn eftir því þegar þeir bora í nefið og gæða sér jafnvel á útmokstrinum. Þannig kemur það okkur stundum á óvart að hinn stóri umheimur viti af tilvist okkar. Stundum erum við uppnumin af því, en stundum verðum við bara pirruð og stundum eins og við séum tekin í bólinu. Á sama hátt og bílrúður eru gegnsæjar í báðar áttir – þeir sem sjá út um þær sjást inn um þær – þá virkar internetið ekki eins og korktafla í kuffélaginu og þú þurfir að mæta á svæðið til að berja það augum sem þar er upp fest. Í gegnum internetið getum við fylgst með lífinu í Sevilla, svo dæmi sé tekið, og Sevillingar á sama hátt fylgst með lífinu á Íslandi. Avaaz heitir félagsskapur sem sérhæfir sig í undirskriftasöfnun á netinu. Þar er hægt að mótmæla óréttlæti víða um heim; svikum Bandaríkjastjórnar við Apasja, ljónaveiðum í Afríku, mengun, námagreftri á hafsbotni, svo aðeins nýleg dæmi séu tiltekin. Og þar er hægt að mótmæla siglingum Hvals hf. með hvalkjöt til Japans. Þó vissulega væri eitthvað fallegt við skilningsleysi forstjóra Hvals á internetinu, þar sem hann furðaði sig á því að á 1,3 sekúndna fresti bættist við ný undirskrift ýmist frá Suður-Afríku, Kanada eða Hollandi, þá er það skilningsleysi tilbrigði við sama heimóttarlega stefið sem oft og tíðum einkennir samband Íslendinga við umheiminn. Hann er þarna, það er gaman ef fólkið þar dáist að því hvað við erum flott og landið okkar fallegt, en vei þeim sem hafa einhverja skoðun á því hvernig málum er hér fyrir komið. Að einhverju leyti er þetta einangrunarhyggja. Okkur finnst engum koma við hvort við veiðum hvali eða ekki. Þetta er okkar mál. Og vissulega er það svo. En það er algjörlega mál hvers þess sem mótmælir hvalveiðum hvort hann svo gerir. Að undanförnu hefur einnig vaknað umræða um það hvort Íslendingar eigi ekki að hætta að styðja viðskiptabann ESB á Rússland. Ekki vegna þess að við höfum allt í einu samþykkt þær aðgerðir sem urðu kveikjan að banninu, heldur vegna þess að þær gætu orðið til þess að Rússar hættu að eiga viðskipti við okkur. Vildu ekki makrílinn okkar. Viðskipti virka í báðar áttir og setji eitt land bann á að annað fái að selja sínar vörur er erfitt að heimta að sama land kaupi vörur til baka. Efnahagsrökin virðast, hjá einhverjum að minnsta kosti, trompa mannréttindin þegar kemur að framferði Rússa. En þau trompa ekki réttindi okkar til hvalveiða. Engu skiptir hvort við græðum á þeim eða töpum; þær skulu vera okkar heilagi réttur. En þá verðum við líka að vera viðbúin gagnrýni utan úr hinum stóra heimi og jafnvel aðgerðum. Því á meðan við störum út í heim í gegnum bílrúðuna, borandi í nefið, starir heimurinn til baka og sér vel hvað við erum að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Stundum eru Íslendingar eins og bílstjórar í hreyfingarlausum bíl; halda að þeir séu huldir sjónum þeirra sem fyrir utan standa og því taki enginn eftir því þegar þeir bora í nefið og gæða sér jafnvel á útmokstrinum. Þannig kemur það okkur stundum á óvart að hinn stóri umheimur viti af tilvist okkar. Stundum erum við uppnumin af því, en stundum verðum við bara pirruð og stundum eins og við séum tekin í bólinu. Á sama hátt og bílrúður eru gegnsæjar í báðar áttir – þeir sem sjá út um þær sjást inn um þær – þá virkar internetið ekki eins og korktafla í kuffélaginu og þú þurfir að mæta á svæðið til að berja það augum sem þar er upp fest. Í gegnum internetið getum við fylgst með lífinu í Sevilla, svo dæmi sé tekið, og Sevillingar á sama hátt fylgst með lífinu á Íslandi. Avaaz heitir félagsskapur sem sérhæfir sig í undirskriftasöfnun á netinu. Þar er hægt að mótmæla óréttlæti víða um heim; svikum Bandaríkjastjórnar við Apasja, ljónaveiðum í Afríku, mengun, námagreftri á hafsbotni, svo aðeins nýleg dæmi séu tiltekin. Og þar er hægt að mótmæla siglingum Hvals hf. með hvalkjöt til Japans. Þó vissulega væri eitthvað fallegt við skilningsleysi forstjóra Hvals á internetinu, þar sem hann furðaði sig á því að á 1,3 sekúndna fresti bættist við ný undirskrift ýmist frá Suður-Afríku, Kanada eða Hollandi, þá er það skilningsleysi tilbrigði við sama heimóttarlega stefið sem oft og tíðum einkennir samband Íslendinga við umheiminn. Hann er þarna, það er gaman ef fólkið þar dáist að því hvað við erum flott og landið okkar fallegt, en vei þeim sem hafa einhverja skoðun á því hvernig málum er hér fyrir komið. Að einhverju leyti er þetta einangrunarhyggja. Okkur finnst engum koma við hvort við veiðum hvali eða ekki. Þetta er okkar mál. Og vissulega er það svo. En það er algjörlega mál hvers þess sem mótmælir hvalveiðum hvort hann svo gerir. Að undanförnu hefur einnig vaknað umræða um það hvort Íslendingar eigi ekki að hætta að styðja viðskiptabann ESB á Rússland. Ekki vegna þess að við höfum allt í einu samþykkt þær aðgerðir sem urðu kveikjan að banninu, heldur vegna þess að þær gætu orðið til þess að Rússar hættu að eiga viðskipti við okkur. Vildu ekki makrílinn okkar. Viðskipti virka í báðar áttir og setji eitt land bann á að annað fái að selja sínar vörur er erfitt að heimta að sama land kaupi vörur til baka. Efnahagsrökin virðast, hjá einhverjum að minnsta kosti, trompa mannréttindin þegar kemur að framferði Rússa. En þau trompa ekki réttindi okkar til hvalveiða. Engu skiptir hvort við græðum á þeim eða töpum; þær skulu vera okkar heilagi réttur. En þá verðum við líka að vera viðbúin gagnrýni utan úr hinum stóra heimi og jafnvel aðgerðum. Því á meðan við störum út í heim í gegnum bílrúðuna, borandi í nefið, starir heimurinn til baka og sér vel hvað við erum að gera.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun