Vaktar löggjöf tengda listum og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 14:30 "Alveg er ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur,“ segir Kolbrún. Vísir/Andri Marinó „Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“ Alþingi Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“
Alþingi Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira