Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þessir Kúrdar börðust við lögreglu í Tyrklandi nordicphotos/afp „Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
„Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira