Sólin leynigestur á Bræðslunni í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júlí 2015 09:00 Bubbi og Dimma rokkuðu og róluðu allhressilega á Bræðslunni í ár. Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir „Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira