Arna Stefanía: Nennti ekki að taka silfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2015 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann fern gullverðlaun á Meistaramótinu og er á leið á boðsmót. Fréttablaðið/anton „Árangurinn var langt yfir væntingum,“ sagði kampakát Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH við Fréttablaðið eftir 89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. Arna Stefanía, sem keppti í fyrsta sinn á Meistaramótinu fyrir FH eftir að hún skipti yfir frá ÍR, vann flest verðlaun allra, fékk fjögur gull og eitt brons. Hún tók fyrri daginn með trompi og vann þá 400 metra hlaup, 100 metra grindahlaup og var í boðhlaupssveit FH sem vann gull í 4x100. Þá tók hún brons í spjótkasti. Seinni daginn vann hún svo öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi. „Ég get ekki verið annað en sátt við þetta. Ég fann bara hvað ég var sterk í gær [á laugardaginn]. Ég var í rosa stuði í 400 metrunum. Þetta var alveg rosalega gaman,“ sagði Arna Stefanía.Arna Stefanía hafði betur gegn Anítu.Vísir/AntonSkákaði Anítu í tvígang Arna háði mikla baráttu við fyrrverandi liðsfélaga sinn, Anítu Hinriksdóttur, bæði í 400 metra hlaupinu og á lokasprettinum í 4x100. Arna hafði betur í bæði skiptin, en í boðhlaupinu var Aníta með mikið forskot fyrir ÍR áður en Arna hljóp hana uppi og tryggði sínu nýja félagi sigurinn. „Það er alveg frábært að vinna Anítu. Ég veit ekki hvað kom yfir mig í boðhlaupinu. Ég var svo spennt þegar ég sá Anítu löngu lagða af stað. Ég vissi alveg að ég gæti unnið Anítu líka í 400 þó ég hafi verið slakari en hún í þeirri grein undanfarið. En þegar ég kom út úr beygjunni fann ég bara hvað ég var sterk þannig ég nennti ekkert að taka silfur,“ sagði Arna Stefanía og hló dátt.Vísir/Anton BrinkBoðsmót í Kaupmannahöfn Arna Stefanía mætti til leiks í rigningunni í gærmorgun og náði fínum tíma í forkeppni 200 metra hlaupsins. Arna ákvað þó ekki að hlaupa í úrslitum heldur lauk keppni eftir grindahlaupið. „Ég var svo þreytt eftir fyrri daginn að ég ákvað bara að taka grindina og kalla það gott. Brautin var alveg mjög blaut þannig að ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég lagðist á hana vegna þreytu eftir grindahlaupið en ég lét bara vaða,“ sagði Arna en hún vildi spara sig fyrir boðsmót sem hún er að fara á í Kaupmannahöfn 5. ágúst. „Mér var boðið á flott mót sem heitir Köbenhavn Games. Þar eru peningaverðlaun í boði og svona. Það er bara heiður að vera boðin á svona mót og ég hlakka mikið til. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ boð á svona móti þannig ég vil vera í sem bestu formi þar.“Ásdís varpar kringlunni.Vísir/ValliDísirnar samtals með sex gull Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, unnu báðar þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. Hafdís tók gull í langstökki og 100 og 200 metra hlaupi. Ásdís pakkaði saman keppni í spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti. Báðar voru í nokkuð áhugaverðri stöðu á mótinu. Hafdís vann gull í langstökki fimm mínútum áður en hún vann svo 100 metra hlaupið og Ásdís keppti í kúlu og kringlu á sama tíma í gær. „Þetta var ekki góður undirbúningur fyrir 100 metra hlaupið. Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið,“ sagði Hafdís við Fréttablaðið eftir 100 metra hlaupið, en hún var svekkt yfir að stökkva ekki lengra en 6,39 metra í langstökki og hljóp með það svekkelsi í sér til gullverðlauna. Það stökk var samt besta afrek mótsins en fyrir það fékk Hafdís 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næstflest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur.Kolbeinn Höður vann tvenn gullverðlaun.Vísir/ValliÍR vann stigakeppnina Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA, spretthlaupskóngur landsins, vann bæði 100 og 200 metra hlaup karla og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR hafði sigur í langstökki og þrístökki. Þeir unnu flest gullverðlaun í karlaflokki. Ekkert var um óvænt úrslit hjá körlunum í kastgreinum en Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið, Guðni Valur Guðnason kringlukastið og Óðinn Björn Þorsteinsson vann kúluvarpið. ÍR vann stigakeppnina enn eina ferðina en liðið fékk 33.955 stig. FH varð í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki gerðu vel og náðu þriðja sætinu með 13,572 stig. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30 Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira
„Árangurinn var langt yfir væntingum,“ sagði kampakát Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH við Fréttablaðið eftir 89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. Arna Stefanía, sem keppti í fyrsta sinn á Meistaramótinu fyrir FH eftir að hún skipti yfir frá ÍR, vann flest verðlaun allra, fékk fjögur gull og eitt brons. Hún tók fyrri daginn með trompi og vann þá 400 metra hlaup, 100 metra grindahlaup og var í boðhlaupssveit FH sem vann gull í 4x100. Þá tók hún brons í spjótkasti. Seinni daginn vann hún svo öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi. „Ég get ekki verið annað en sátt við þetta. Ég fann bara hvað ég var sterk í gær [á laugardaginn]. Ég var í rosa stuði í 400 metrunum. Þetta var alveg rosalega gaman,“ sagði Arna Stefanía.Arna Stefanía hafði betur gegn Anítu.Vísir/AntonSkákaði Anítu í tvígang Arna háði mikla baráttu við fyrrverandi liðsfélaga sinn, Anítu Hinriksdóttur, bæði í 400 metra hlaupinu og á lokasprettinum í 4x100. Arna hafði betur í bæði skiptin, en í boðhlaupinu var Aníta með mikið forskot fyrir ÍR áður en Arna hljóp hana uppi og tryggði sínu nýja félagi sigurinn. „Það er alveg frábært að vinna Anítu. Ég veit ekki hvað kom yfir mig í boðhlaupinu. Ég var svo spennt þegar ég sá Anítu löngu lagða af stað. Ég vissi alveg að ég gæti unnið Anítu líka í 400 þó ég hafi verið slakari en hún í þeirri grein undanfarið. En þegar ég kom út úr beygjunni fann ég bara hvað ég var sterk þannig ég nennti ekkert að taka silfur,“ sagði Arna Stefanía og hló dátt.Vísir/Anton BrinkBoðsmót í Kaupmannahöfn Arna Stefanía mætti til leiks í rigningunni í gærmorgun og náði fínum tíma í forkeppni 200 metra hlaupsins. Arna ákvað þó ekki að hlaupa í úrslitum heldur lauk keppni eftir grindahlaupið. „Ég var svo þreytt eftir fyrri daginn að ég ákvað bara að taka grindina og kalla það gott. Brautin var alveg mjög blaut þannig að ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég lagðist á hana vegna þreytu eftir grindahlaupið en ég lét bara vaða,“ sagði Arna en hún vildi spara sig fyrir boðsmót sem hún er að fara á í Kaupmannahöfn 5. ágúst. „Mér var boðið á flott mót sem heitir Köbenhavn Games. Þar eru peningaverðlaun í boði og svona. Það er bara heiður að vera boðin á svona mót og ég hlakka mikið til. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ boð á svona móti þannig ég vil vera í sem bestu formi þar.“Ásdís varpar kringlunni.Vísir/ValliDísirnar samtals með sex gull Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, unnu báðar þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. Hafdís tók gull í langstökki og 100 og 200 metra hlaupi. Ásdís pakkaði saman keppni í spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti. Báðar voru í nokkuð áhugaverðri stöðu á mótinu. Hafdís vann gull í langstökki fimm mínútum áður en hún vann svo 100 metra hlaupið og Ásdís keppti í kúlu og kringlu á sama tíma í gær. „Þetta var ekki góður undirbúningur fyrir 100 metra hlaupið. Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið,“ sagði Hafdís við Fréttablaðið eftir 100 metra hlaupið, en hún var svekkt yfir að stökkva ekki lengra en 6,39 metra í langstökki og hljóp með það svekkelsi í sér til gullverðlauna. Það stökk var samt besta afrek mótsins en fyrir það fékk Hafdís 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næstflest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur.Kolbeinn Höður vann tvenn gullverðlaun.Vísir/ValliÍR vann stigakeppnina Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA, spretthlaupskóngur landsins, vann bæði 100 og 200 metra hlaup karla og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR hafði sigur í langstökki og þrístökki. Þeir unnu flest gullverðlaun í karlaflokki. Ekkert var um óvænt úrslit hjá körlunum í kastgreinum en Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið, Guðni Valur Guðnason kringlukastið og Óðinn Björn Þorsteinsson vann kúluvarpið. ÍR vann stigakeppnina enn eina ferðina en liðið fékk 33.955 stig. FH varð í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki gerðu vel og náðu þriðja sætinu með 13,572 stig.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30 Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira
Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38
Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01