Erlent

Tilbúin til að gera innrás

Syrgja fallna félaga Yfirvöld í Tyrklandi stefna á hefndir fyrir árásir undanfarna daga. Fréttablaðið/AFP
Syrgja fallna félaga Yfirvöld í Tyrklandi stefna á hefndir fyrir árásir undanfarna daga. Fréttablaðið/AFP
TyrklandLögregluyfirvöld og tyrkneski herinn hrintu af stað umfangsmikilli lögregluaðgerð gegn flugumönnum ISIS í Tyrklandi og liðsmönnum herskárra Kúrda í gær. Alls voru 297 handteknir í aðgerðunum en um 5.000 lögreglumenn tóku þátt í þeim og leitað var í 150 híbýlum víða um Tyrkland. Aðgerðinni var hrint af stað eftir að grunur vaknaði um að liðsmaður ISIS hefði myrt 32 í sjálfsvígssprengjuárás í Suruc á mánudag og vegna morða herskárra Kúrda á tveimur lögregluþjónum á miðvikudaginn. Það er hinn herskái vængur kúrdíska Verkamannaflokksins sem ber ábyrgð á morðunum á lögregluþjónunum en meðlimir flokksins og ungliðahreyfingar hans voru handteknir auk meðlima úr öfga vinstriflokki byltingarsinnaðra marxista. Enn fremur sprengdu þrjár F-16 orrustuþotur tyrkneska hersins þrjú skotmörk í Sýrlandi á yfirráðasvæði Íslamska ríkisins í gær. Að sögn Ahmets Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, munu þoturnar hafa gereyðilagt skotmörk sín en þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir beita loftárásum gegn ISIS síðan uppgangur samtakanna hófst árið 2013. Davutoglu segir að Tyrkland muni ráðast gegn hverjum þeim sem vegur gegn tyrkneskum hagsmunum og að Tyrkland sé tilbúið að gera innrás í Sýrland sé þess þörf. Tyrkir og Bandaríkjamenn komust að samkomulagi um afnot Bandaríkjahers af herstöðinni í Incirlik en með þeim hætti getur bandaríski flugherinn aukið umsvif sín gegn ISIS. Aðgerðir Tyrklandshers þykja stefnubreyting hjá stjórnvöldum en hingað til hefur Tyrkland ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.stefanrafn@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×