Samningaviðræður Grikkja við lánardrottna hefjast í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Fjöldi Grikkja flæddi út á stræti borga landsins til að mótmæla nýja lagapakkanum. Mikill hiti var í mótmælendum í Aþenu sem köstuðu meðal annars eldsprengjum. nordicphotos/afp Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Grikkland Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Grikkland Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira